Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 89

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 20. október 2022 var haldinn 89. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson sátu fundinn í fundarsal. Theódór Kjartansson frá borgarlögmanni sat fundinn með rafrænum hætti. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur og var sú síðastnefnda jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Samkeppnisútboð nr. 15411 - Rekstur víðnets Reykjavíkurborgar
    Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 17. október 2022, merkt ÞON22080054, samkeppnisútboð nr. 15411 - Rekstur víðnets Reykjavíkurborgar.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að eina tilboðinu sem barst og er frá Sensa hf. að fjárhæð kr. 558.592.500,- án vsk. en þar af eru valkvæð innkaup að beiðni kaupanda að fjárhæð kr. 243.652.500,-

    Samþykkt

    Loftur Steinar Loftsson situr undir þessum fundarlið ásamt Lenu Mjöll Markúsdóttur, Ólöfu Björgu Þórðardóttur og Björgvini Harra Bjarnasyni.

     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:12

Hjálmar Sveinsson Björn Gíslason

Pawel Bartoszek Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
89. fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 20. október 2022.pdf