Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 84

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 15. september 2022 var haldinn 84. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Kristín Sólnes og Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni sátu fundinn með rafrænum hætti.  Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur sátu fundinn í fundarsal og var sú síðastnefnda jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði, dags. 12. september 2022, merkt USK22010027, útboð nr. 15628 „Hagaskóli – Loftræstikerfi A-álmu“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Blikksmiðurinn ehf. að fjárhæð kr. 82.800.307,- 

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram yfirlit yfir innkaup yfir 5 milljónum, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

    Hreinn Ólafsson situr undir þessum fundarlið.

    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Innkauparáð þakkar framlögð yfirlit. Óskað er eftir því að framvegis verði gögnin verði einnig lögð fram á Excel-töfluformi og jafnframt búin til samantekin útgáfa þar sem einungis árlegar samtölur hvers liðar eru sýndar án mánaðarlegs niðurbrots. 

    Fylgigögn

  3. Kynning Borgarlögmanns á úrskurði kærunefndar útboðsmála.

    Fram fer kynning borgarlögmanns á úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2022, Úti og inni sf. gegn Vegagerðinni, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Ríkiskaupum og Eflu hf.

Sara Björg Sigurðardóttir Jórunn Pála Jónasdóttir

Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir