Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 83

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 8. september 2022 var haldinn 83. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Kjartan Magnússon sátu fundinn í fundarsal. Kristín Sólnes og Elín Hrefna Ólafsdóttir frá borgarlögmanni sátu fundinn með rafrænum hætti. Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði dags. 2. september 2022, merkt USK22090011, EES útboð nr. 15616 „Vetrarþjónusta gönguleiða 2022-2025 - Árbær“. Lagt er til að gengið verið eina tilboðinu sem barst sem er frá Garðlist ehf. að fjárhæð kr. 54.650.100,- sem er 103,5% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði dags. 2. september 2022, merkt USK22090010, EES útboð nr. 15617 „Vetrarþjónusta gönguleiða 2022-2025 – Breiðholt“. Lagt er til að gengið verið eina tilboðinu sem barst sem er frá Garðlist ehf. að fjárhæð kr. 57.852.000,- sem er 100,3% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði dags. 2. september 2022, merkt USK22090009, EES útboð nr. 15618 „Vetrarþjónusta gönguleiða 2022-2025 – Grafarvogur og Grafarholt - Úlfársdalur“. Lagt er til að gengið verið eina tilboðinu sem barst sem er frá Garðlist ehf. að fjárhæð kr. 76.177.500,- sem er 99,66% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði dags. 6. september 2022, merkt USK22050096, EES útboð nr. 14866 „Rennibraut við Dalslaug“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem er Sportís ehf. að fjárhæð kr. 99.957.624.- sem er 89,7% af kostnaðaráætlun.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á viðauka II í fjárfestingarætlun og stöðu fjárfestingarverkefna. FAS22030040

    Jón Valgeir Björnsson situr undir þessum fundarlið ásamt Guðna Guðmundssyni.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á niðurstöðu tveggja úrskurða kærunefndar útboðsmála í málum nr. 4/2022 og 17/2022.

  7. Fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokks: Gatnaframkvæmdir hafa verið tíðar á Snorrabraut undanfarin ár. Óskað er eftir sundurliðuð yfirliti vegna verklegra framkvæmda á vegum Reykjavíkurborgar við brautina undafarin tíu ár. Þar verði gerð grein fyrir öllum framkvæmdum á umræddu tímabili, tilgangi þeirra, verktíma, kostnaði og hvort viðkomandi verk hafi verið boðið út. 

Fundi slitið kl. 14:29

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sandra Hlíf Ocares Kjartan Magnússon

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
83. fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 8. september 2022_0.pdf