Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 82

Innkaupa- og framkvæmdaráð

 

Ár 2022, fimmtudaginn 1. september 2022 var haldinn 82. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni og Theodór Kjartansson sátu fundinn með rafrænum hætti. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur sat fundinn í fundarsal og var sú síðast nefnda jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu, umhverfis- og skipulagssviði, dags. 29. ágúst 2022, merkt USK22080124, útboð nr. 15599 „Götusalt - 2022-2023“.  Lagt er til að gengið verið að eina tilboðinu sem barst sem er frá Saltkaup ehf. að fjárhæð kr. 191.792.000,- sem er 82,67% af kostnaðaráætlun.

  Samþykkt

  Hjalti Jóhannes Guðmundsson situr undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. ágúst 2022, merkt FAS22080053.  Lagt er til að heimiluð verði gerð rammasamninga um færanlegt húsnæði við alla þrjá bjóðendur.

  Samþykkt

  Jón Valgeir Björnsson situr undir þessum fundarlið

  Fylgigögn

Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Pawel Bartoszek Kjartan Magnússon

Sandra Hlíf Ocares