Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 81

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 var haldinn 80. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Pawel Bartoszek.  Hjálmar Sveinsson, Björn Gíslason, Sandra Hlíf Ocares sátu fundinn í fundarsal. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn. Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði, dags. 16. ágúst 2022, merkt ÞON22030105, útboð nr. 15585 „Hverfið mitt 2022 - Austur - Stálstigar í Breiðholti og Gufunesi“.  Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Áltak ehf. að fjárhæð kr. 23.368.763,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags,. 22. ágúst 2022, merkt ÞON22080003, útboð nr. 15544 „Endurnýjun Cisco samninga“.  Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Sensa ehf. að fjárhæð kr. 14.007.126,- án vsk.

    Samþykkt

    Helga Kristjánsdóttir, Friðþjófur Bergmann, Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Sæþór Sæþórsson taka sæti á fundnum undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf  kerfisstjóra og tæknireksturs, þjónustu- og nýsköpunarsviði, dags. 22. ágúst 2022, merkt ÞON2205002, verðfyrirspurn nr. 15541 „Rekstur og þjónusta við víðnet“.  Lagt er til að samþykkt verði beiðni um framlengingu á samningi við Sensa ehf. á grundvelli verðfyrirspurnar nr. 15541, sbr. 30. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, á meðan útboð um þjónustuna nr. 15411 er klárað.

    Samþykkt

    Loftur Steinar Loftsson, Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Lena Mjöll Markúsdóttir taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Hjálmar Sveinsson Björn Gíslason

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Pawel Bartoszek

Sandra Hlíf Ocares