Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 80

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 var haldinn 80. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir sátu fundinn í fundarsal. Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni sat fundinn í fundarsal. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu sátu fundinn í fundarsal og var sú síðast nefnda jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 16. ágúst 2022, merkt ÞON22040016, útboð nr. 15610 „Esjumelar. Norðurgrafarvegur og Bronsslétta – Gatnagerð og stofnlagnir“. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Háfell ehf. að fjárhæð kr. 337.793.500,-

    Samþykkt

    Ólafur Ólafsson deildarstjóri gatna, lóða og opinna svæða situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Yfirlit yfir innkaup sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Frekari skýringar umhverfis- og skipulagssviðs vegna beinna innkaupa við hverfaskipulag.

    Hreinn Ólafsson, Björn Axelsson og Ævar Harðarson sitja undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

Hjálmar Sveinsson Sandra Hlíf Ocares

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
80._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_18._agust_2022.pdf