Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 79

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 11. ágúst 2022 var haldinn 79. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Hjálmar Sveinsson, Björn Gíslason, Sandra Hlíf Ocares og Kristinn Jón Ólafsson sátu fundinn í fundarsal. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn með rafrænum hætti. Guðbjörgu Matthíasdóttir lögfræðingur innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 8. ágúst 2022, merkt ÞON22080003, útboð nr. 15544 „Endurnýjun á Cisco Webex samningi“. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Sensa ehf. að fjárhæð kr. 14.700.126,- án vsk.

    Frestað

    Helga S. Kristjánsdóttir og Sæþór Sæþórsson sitja undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 8. ágúst 2022, merkt USK22020023, útboð nr. 15600 „Álfabakki – Gatnagerð og lagnir“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Bjössa ehf. að fjárhæð kr. 345.800.000,- 

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 8. ágúst 2022, merkt USK22050054, útboð nr. 15605 „Elliðaárdalur. Vatnsveitubrú – Grænugróf. Göngu og hjólastígur“.  Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Garðasmíði ehf. að fjárhæð kr. 106.596.250,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 8. ágúst 2022, merkt USK22070058, útboð nr. 15606 „Bústaðarvegur. Gatnamót við Háaleitisbraut“. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Stjörnugörðum ehf. að fjárhæð kr. 137.897.850,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 8. ágúst 2022, merkt USK22010091, útboð nr. 15567 „Miðborgarleikskóli og miðstöð barna. Uppbygging nýs leikskóla og lóðar. Umsjón og eftirlit“. Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá VSÓ ráðgjöf að fjárhæð kr. 60.611.200,-

    Fellt af dagskrá

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 9. ágúst 2022, merkt USK22010027, útboð nr. 15583 „Hagaskóli – Utanhúsklæðning, þak og drenlagnir“. Lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Fóðrun ehf. að fjárhæð kr. 374.348.505,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 3. ágúst 2022, merkt USK22030190, útboð nr. 15604 „Nauthólsvegur 79, færsla lagna“. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er frá Klapparverk ehf. að fjárhæð kr. 107.961.950,-

    Samþykkt

    Ólafur Ólafsson deildarstjóri gatna, lóða og opinna svæða situr undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Björn Gíslason Hjálmar Sveinsson

Sandra Hlíf Ocares Kristinn Jón Ólafsson

PDF útgáfa fundargerðar
79._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_11._agust_2022.pdf