Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 78

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 14. júlí 2022 var haldinn 78 . fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Geir Finnsson og Sara Björg Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn í fundarsal Björn Gíslason. Kristín Sólnes frá borgarlögmanni sat fundinn með rafrænum hætti. Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf upplýsingatækniþjónustu, þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 11. júlí 2022, merkt ÞON22070012, útboð nr. 15388 Sérfræðingar í upplýsingatækniinnviðum.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá KPMG að fjárhæð kr. 15.587.400.-

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Friðþjófur Bergmann og Sæþór Fannberg sitja undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, umhverfis- og skipulagssviði dags. 12. júlí 2022, merkt FAS22030014, útboð nr. 15447 Raforkukaup Reykjavíkurborgar.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er N1 Rafmagn ehf. að fjárhæð kr. 5.65 kr/kWh fyrir almenna notkun og kr. 5.35 kr. /kWh fyrir götulýsingu.

    Hjalti J. Guðmundsson situr undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

Björn Gíslason Sara Björg Sigurðardóttir

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Geir Finnsson

PDF útgáfa fundargerðar
78._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_14._juli_2022.pdf