Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 30. júní 2022 var haldinn 76. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir og Sandra Hlíf Ocares. Einnig sat fundinn í fundarsal Pawel Bartoszek, Björn Gíslason og Kristinn Jón Ólafsson. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn með rafrænum hætti. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sat fundinn í fundarsal. Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur frá innkaupaskrifstofu sat einnig fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 27. júní 2022, merkt USK22060070, útboð nr. 15545. „Lýsingarbúnaður fyrir innilaug Laugardalslaugar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Fagkaup ehf. - Johann Rönning, að fjárhæð kr. 9.488.856,-
Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði dags. 27. júní 2022, merkt USK22060008, útboð nr. 15499 „Æfingavöllur Víkings – Endurnýjun vallarlýsingar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem er Metatron ehf. að fjárhæð kr. 21.878.000,-
Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 28. júní 2020, merkt USK22020075, útboð nr. 15439 „Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna, Hverfi 6 og 7.“ Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægstu gildu tilboðum sem bárust og eru frá Húsalögnum ehf. í hverja fasteign fyrir sig.
Tilboð 1 frá Húsalögnum ehf. - Fjórtán fasteignir: Árbæjarskóli, Ársel, Ártúnsskóli og Kvarnaborg, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Norðlingaskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli, Íþróttahús Seljaskóla, Íþróttamiðstöð Austurbergi, Íþróttasvæði Leiknis við Austurberg og Rauðhóll. Samtals kr. 10.180.672,-
Tilboð 2 frá Húsalögnum ehf. - Þrettán fasteignir: Bakkaborg, Blásalir, Borg-Arnarborg og Fálkaborg, Hálsaskógur-Hálsakot-Hálsaborg, Hólaborg, Hraunborg, Jöklaborg, Litla Holt-Fellaborg og Stóra Holt-Völvuborg,.Rauðaborg, Rofaborg, Seljaborg, Suðurborg (Hólakot) og Ösp Samtals kr. 8.239.961,-
Tilboð 3 frá Húsalögnum ehf. - Tíu fasteignir: Menningarmiðstöðin Gerðuberg og bókasafn, Félagsmiðstöðin Hólmasel, Miðberg Gerðubergi 1, Reiðhöllin í Víðidal, Árborg, Heiðarborg, Seljakot, Árskógar 4, Hraunbær 103-105 og Hestháls 14.Samtals kr. 6.509.450,-
Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram af umhverfis- og skipulagssviði, yfirlit yfir innkaup yfir fimm milljónum, sbr. 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Hreinn Ólafsson situr undir þessum fundarlið.
Innkaupa- og framkvæmdaráð óskar eftir því að fá frekari skýringar á beinum kaupum tengdum hverfisskipulagi á fundi ráðsins.
Fylgigögn
-
Kynning á dómi Landsréttar í máli nr. 745/2021.
Fylgigögn
-
Ákvörðun innkaupa- og framkvæmdaráðs um sumarfrí.
Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur til að ráðið taki sumarfrí síðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Af því leiðir að fundir falla niður þann 28. júlí og 4. ágúst.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14:09
Sara Björg Sigurðardóttir Sandra Hlíf Ocares
Kristinn Jón Ólafsson Björn Gíslason
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
76._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_30._juni_2022.pdf