Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 75

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 23. júní 2022 var haldinn 75. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Pawel Bartoszek. Einnig sat fundinn í fundarsal Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares, Björn Gíslason og Kristinn Jón Ólafsson. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn rafrænum hætti. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sat fundinn í fundarsal. Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur frá innkaupaskrifstofu sat einnig fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. júní 2022, útboð nr. 15451 „Þjónusta við þráðlausa senda og netskápa í grunnskólum Reykjavíkurborgar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hluta 2 sem er Securitas ehf. að fjárhæð kr. 89.947.443,- þar af eru valkvæð kaup að fjárhæð kr. 38.985.744,- Í hluta 1 barst eitt tilboð sem var yfir kostnaðaráætlun og var því hafnað með vísan til útboðsgagna, þar sem slík tilboð eru óaðgengileg, sbr. gr. 0.8.

    Einar Þórðarson, Aldís Geirsdóttir og Eiríkur Sigurgeirsson sitja undir þessum fundarlið.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði, dags 21. júní 2022, útboð nr. 15571. Lagt er til við innkaupa - og framkvæmdaráð að gengið verði að eina tilboðinu sem barst og er frá Garðlist ehf. að fjárhæð kr. 29.979.223,- USK22020029

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði, dags. 21. júní 2022, útboð nr. 15478 „Malbiksviðgerðir 2022“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem er Malbikstöðin ehf. að fjárhæð kr. 407.757.816,- USK22060044

    Ámundi Brynjólfsson situr undir þessum fundarlið.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla innri endurskoðunar um innkaup og samningsstjórnun.

    Ingunn Ólafsdóttir og Elfa Ingibergsdóttir sitja undir þessum fundarlið.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun. 

    Innkaupa- og framkvæmdaráð þakkar kynningu innri endurskoðunar og leggur til að viðbrögð við ábendingum verði sett á dagskrá ráðsins í október, janúar og apríl.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    1)    Óskað er eftir upplýsingum um allar færslur og innkaup umferðadeildar Reykjavíkur (Umhverfis og skipulagssviðs) á umferðarljósabúnaði án útboðs. Bein kaup. Þetta á við um umferðarstýringar að öllu tagi, stýrikassa, ljósabúnað, skynjara og allt sem þarf til umferðarljósastýringa, sem ekki hafa verið boðin út undanfarin 5 ár. 

    2)    Einnig er óskað eftir upplýsingum um allar færslur og innkaup umferðadeildar Reykjavíkur (Umhverfis og skipulagssviðs) sem snúa að rekstri og viðhaldi MSU, miðlægri stjórntölvu umferðar. Þetta á við öll leyfisgjöld til framleiðanda búnaðarins, forritunarkostnað og viðhaldskostnað. Þetta á við hvort þessi gjöld séu greidd beint til framleiðanda eða í gegnum umboðs- eða þjónustuaðila á síðustu 5 árum. 

Fundi slitið klukkan 14:23

Hjálmar Sveinsson Kristinn Jón Ólafsson

Sandra Hlíf Ocares Pawel Bartoszek

Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
75._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_23._juni_2022.pdf