Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 74

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 16. júní 2022 var haldinn 74. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn í fundarsal Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares, Kjartan Magnússon og Kristinn Jón Ólafsson. Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sat fundinn í fundarsal. Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur frá innkaupaskrifstofu sat einnig fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórnar dags. 9. júní 2022, um kosningu í innkaupa- og framkvæmdaráð.

  Fylgigögn

 2. Lagt er til bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 30. maí 2022, merkt USK 22030096, útboð nr. 15494 „Laugalækjarskóli – Færanlegar kennslueiningar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Eðalbyggingar ehf., að fjárhæð kr. 136.728.205,-

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði dags. 7. júní 2022, merkt USK22030182, útboð nr. 15539 „Hlemmur og nágrenni. Rauðarárstígur, Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir“. Lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Alma Verk ehf. að fjárhæð kr. 371.161.699,-

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis og skipulagssviði dags. 14. júní 2022, merkt USK22040038, útboð nr. 15531 „Eiðsgrandi – Ánanaust, stígar og útsýnispallur“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að eina tilboðinu sem barst sem er frá Berg verktökum ehf. að fjárhæð kr. 197.485.250,-

  Ámundi Brynjólfsson og Ólafur Ólafsson taka sæti undir þessum fundarlið.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2022, merkt USK22030105, útboð nr. 15546 „Hverfið mitt 2022- Vestur – Háaleiti og Bústaðir“. Lagt er til að við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Vogaklettur slf. að fjárhæð kr. 63.999.900,-

  Ámundi Brynjólfsson og Ólafur Ólafsson taka sæti undir þessum fundarlið.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 2. júní 2022, merkt FAS21120121. Lagt er til við Innkaupa- og framkvæmdaráð að samið verði við lægstbjóðanda í hluta 1-4 sem eru eftirfarandi aðilar;

  Hluta 1 (Almenn túlkaþjónusta) : Alþjóðasetur, Ling túlkaþjónustu ehf., Scriptorium ehf., Túlka- og þýðingarmiðstöðin ehf. og Túlkaþjónustan slf.
  Hluta 2 (Rafræn túlkaveita) : Language Line Limited ehf.
  Hluta 3 (Almenn þýðingarþjónusta) : Alþjóðasetur, Ling túlkaþjónusta ehf., Scriptorium ehf., Túlka- og þýðingarmiðstöðin ehf. og Túlkaþjónustan ehf.
  Hluta 4 (þjónusta löggilts skjalaþýðanda) : Alþjóðasetur, Scriptorium ehf. og Túlka- og þýðingarmiðstöðin ehf.

  Hektor Már Jóhannsson tekur sæti undir þessum fundarlið. 

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2022.

  Fylgigögn

 8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir upplýsingum um framkvæmdir vegna leikvallar við Sæviðarsund þar sem m.a. verði gerð grein fyrir kostnaði og verktíma. Hvenær hófst verkið, hvenær voru áætluð verklok við upphaf þess og hvenær eru áætluð verklok nú? Einnig er óskað eftir upplýsingum um kostnaðaráætlanir, áfallinn kostnað og endanlegan kostnað.

 9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Óskað er eftir greinargerð um framkvæmdir við Litluhlíð þar sem m.a. komi fram ýtarlegar upplýsingar um kostnað og verktíma. Hvenær hófst verkið, hvenær voru áætluð verklok við upphaf þess og hvenær eru áætluð verklok nú? Einnig er óskað eftir upplýsingum um kostnaðaráætlanir, áfallinn kostnað og endanlegan kostnað. 

Fundi slitið klukkan 14:08

Hjálmar Sveinsson Sara Björg Sigurðardóttir

Sandra Hlíf Ocares Kjartan Magnússon

Kristinn Jón Ólafsson

PDF útgáfa fundargerðar
74._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_16._juni_2022.pdf