No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 12. maí 2022 var haldinn 72. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Valgerður Árnadóttir, Sabine Leskopf. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal. Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu sat einnig fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 6. maí 2022, merkt FAS22030008, útboð nr. 15442 „Kaup á drykkjarvörum til endursölu á starfsstöðvum ÍTR“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi ehf. að fjárhæð kr. 30.466.500.-
Samþykkt
Andrés Andreason tók sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu umhverfisgæða, umhverfis- og skipulagssviði dags. 9. maí 2022, EES útboð nr. 15463 „Kaup á sorphirðubifreiðum fyrir Reykjavíkurborg“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboð lægstbjóðanda sem jafnframt er eini bjóðandinn, sem er Klettur- sala og þjónusta ehf., að fjárhæð kr. 327.864.135,-
Samþykkt
Friðrik Gunnarsson tók sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
Sabine Leskopf Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
72._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_12._mai_2022.pdf