Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 28. apríl 2022 var haldinn 71. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Örn Þórðarson og Valgerður Árnadóttir. Sabine Leskopf og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttur sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Jón Pétur Skúlason frá borgarlögmanni og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal og var jafnframt fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. maí 2022, merkt USK22030165, útboð nr. 15476 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík. Útboð 1. vestan Reykjanesbrautar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta tilboði sem er frá Malbiksstöðin ehf. að fjárhæð kr. 360.545.807,-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. maí 2022, merkt USK22030165, útboð nr. 15477 „Malbiksyfirlagnir í Reykjavík. Útboð 2. austan Reykjanesbrautar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Malbikunarstöðin að fjárhæð kr. 351.250.499.-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. maí 2022, merkt USK22010174, EES útboð nr. 15467 „Þróttur gervigras á tvo æfingarvelli“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda skv. tilboði nr. 1 sem er frá Altis ehf. að fjárhæð kr. 147.184.000,-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf umhverfis og skipulagsviðs dags. 3. maí 2022, merkt USK22040077, útboð nr. 15475 „Gangstéttaviðgerðir - útboð 2“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Klapparverk ehf. að fjárhæð kr. 113.766.370,-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2022 merkt USK22030047 „Götulýsing - Útskipti á lömpum 2022“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er TG raf ehf. að fjárhæð kr. 86.319.302,-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið
Fylgigögn
-
Útboð nr. 15466 „Hagaborg - Alútboð - Færanlegar leikskólaeiningar“
Lagt er fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 2. maí 2022, merkt USK22030154 „Hagaborg - Alútboð - Færanlegar leikskólaeiningar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er MG Hús ehf. að fjárhæð kr. 114.943.450,-Samþykkt
Agnar Guðlaugsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis og skipulagssviðs dags. 3. maí 2022, merkt USK22020075, útboð nr. 15437 „Ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Reglubundið viðhald pípulagna hverfi 1, 2 og 3“. Lagt er til við innkaupa og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboðum 1, 2, 3, 4 og 5 frá lægstbjóðanda sem er Húsalagnir ehf. í hverja fasteign fyrir sig, samtals að fjárhæð kr. 34.085.161,-
Tilboð 1 - Sex fasteignir: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarbíó (10e), Mánagarður, Aflagrandi 40, Droplaugarstaðir og Lindargata 59. Samtals kr. 3.403.538,-
Tilboð 2 - Nítján fasteignir: Bjartahlíð/Sólbakki/Hamraborg, Drafnarsteinn/Dvergasteinn/Drafnarborg, Grandaborg, Gullborg, Hagaborg, Hlíð Sólhlíð/Hlíðaborg, Klambrar, Laufásborg, Miðborg-Njálsborg/Lindarborg/Barónsborg, Mýri, Nóaborg, Sólborg, Stakkaborg, Stakkakot, Sæborg, Tjarnarborg/Öldukot, Vesturborg, Ægisborg og Grænaborg. Samtals kr. 12.846.617,-
Tilboð 3 - Tólf fasteignir: Tjarnargata 12, Háteigsskóli, Ísaksskóli, Vesturbæjarskóli, Bólstaðarhlíð 43, Vesturgata 7, Þorragata3-9, Lækjargata 14b, Hringbraut 79, Hverfastöð í Örfirisey, Lindargata 48 og Stakkahlíð Íþróttahús HÍ. Samtals kr. 7.164.862,-
Tilboð 4 - Níu fasteignir: Austurbæjarskóli, Grandaskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Melaskóli, Vesturhlíðarskóli (Brúarskóli), Öskjuhlíðarskóli, Vörðuskóli og Þjónustuhús við Ylströnd. Samtals kr. 7.820.519,-
Tilboð 5 - Fimm fasteignir: Grófarhús Tryggvagötu 15, Iðnó, Kjarvalsstaðir, Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi og Sjóminjasafnið Grandagarði 8. Samtals kr. 2.849.625,-
Samþykkt
Agnar Guðlaugsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmda og viðhalds, umhverfis- og skipulagssviði dags. 2. maí 2022, merkt USK22030105 „Hverfið mitt 2021 2022 – Austur – Ærslabelgir“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Hreinir Garðar ehf. að fjárhæð kr. 66.310.500,-
Samþykkt
Ólafur Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. VEL. Kristín Pétursdóttir tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. ÍTR. Andrés Andreasen tekur sæti undir þessum fundarlið.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar, úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2001, Trúnaðarmál
-
Lagt fram til kynningar, úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2022. Trúnaðarmál
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
71._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_5._mai_2022.pdf