Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 70

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 28. apríl 2022 var haldinn 70. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Örn Þórðarson og Valgerður Árnadóttir. Sabine Leskopf og Björn Gíslason sátu fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theódór Kjartansson frá borgarlögmanni. Guðbjörg Matthíasdóttir frá innkaupaskrifstofu sat fundinn í fundarsal og var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu þjónustu og rekstrar, íþrótta- og tómstundasviði dagsett 19. apríl 2022, merkt FAS22030029, útboð nr. 15425 „Grassláttur knattspyrnuvalla ÍTR “. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Golfklúbbi Reykjavíkur að fjárhæð kr. 14.173.420.,- Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár í tvígang.

    Samþykkt

    Ómars Einarsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur hjá menningar- og ferðamálasviði, dags. 24. apríl 2022, merkt FAS22020027,  útboð nr. 15331 „Ferjusiglingar og veitingarekstur í Viðey". Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði sem er frá Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík ehf. að fjárhæð kr. 79.800.000,-

    Samþykkt

    Guðbrandur Benediktsson ásamt Völu Magnúsdóttur og Ólafi Steingrímssyni taka sæti undir þessum fundarlið.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. apríl 2022, merkt USK22040003, EES útboð nr. 15387 „Reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Hverfi 8, 9 og 10“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig.

    Blikksmiðurinn hf. Sex fasteignir:  Vættaskóli (Borgir), Dalskóli, Húsaskóli, Íþróttamiðstöð í Grafarvogi, Reynisholt og Spöngin 41-43 Félagsmiðstöð. Samtals kr. 10.797.317,-

    Ísloft blikk og stálsmiðja ehf. - Þrettán fasteignir:  Berg ÍM Kléberg og Klébergsskóli, Vættaskóli (Engi), Foldaborg, Sunnufold (Foldaskóli), Hamraskóli, Hulduheimar, Ingunnarskóli, Kelduskóli (Korpa), Korpúlfsstaðir, Laufskálar, Rimaskóli, Sæmundarskóli og Kelduskóli (Víkur). Samtals kr. 22.041.882.

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundalið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. apríl 2022, merkt USK22040003, EES útboð nr. 15386 „Reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Hverfi 6 og 7“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig.

    Blikksmiðurinn hf.  – Níu fasteignir:  Árbæjarlaug, Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Heiðarborg, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli, Seljakot, Hestháls 14 Strætó og Rofaborg.  Samtals kr. 17.620.204,-

    Ísloft blikk og stálsmiðja ehf.  – Tuttugu og ein fasteign:  Álfabakki 12, Ársel,    Árskógar 4, Ártúnsskóli, Blásalir, Breiðholtslaug, Fellaskóli, Félagsmiðstöðin Hólmasel,   Gerðuberg 3-5, Hraunbær 105, Íþróttahús við Seljaskóla, Íþróttahús við Austurberg, Íþróttasvæði Leiknis við Austurberg, Jöklaborg, Miðberg Gerðubergi, Norðlingabraut 12, Norðlingaskóli, Reiðhöllin í Víðidal, Selásskóli, Seljaskóli og SVR í Mjódd.  Samtals kr. 30.385.161,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundalið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. apríl 2022, merkt USK22040003, EES útboð nr. 15385 „Reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Hverfi 4 og 5“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig.

    Blikksmiðurinn ehf.  - Fjórar fasteignir:  Hvassaleiti 56, Laugardalslaug, Viðeyjarstofa og Steinahlíð. Samtals kr. 10.621.764,-

    Ísloft blikk og stálsmiðja ehf.  – Tuttugu og ein fasteign:  Álftaborg, Háaleitisskóli (Álftamýrarskóli), Breiðagerðisskóli, Dalbraut 18-20, Dalbraut 18-20 eldhús, Félagshúsið Laugaból í Laugardal, Húsdýragarðurinn, Fossvogsskóli, Furuborg, Hof, Háaleitisskóli (Hvassaleitisskóli), Hæðargarður 31, Höfði, Jörfi, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli, Réttarholtsskóli, Félagsmiðstöðin Tónabær, Skautahöllin í Laugardal, Vogaskóli og Borgartún 12-14. Samtals kr. 29.988.047,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundalið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. apríl 2022, merkt USK22040003, EES útboð nr. 15384 „Reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Hverfi 1 til 3 “.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði  að tilboði lægstbjóðanda í hverja fasteign fyrir sig. 

    Blikksmiðurinn hf.  

    Tuttugu og sex fasteignir:  Aflagrandi 40, Austurbæjarskóli, Bólstaðahlíð 43, Droplaugarstaðir, Grandaskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Iðnó, Kjarvalsstaðir, Lindargata 59, Listasafn Reykjavíkur, Melaskóli, Ráðhús Reykjavíkur, Sundlaug Vesturbæjar, Tjarnargata 12 (Tjarnarbíó), Vesturbæjarskóli, Vesturgata 7, Brúarskóli (Vesturhlíðarskóli), Þjónustuhús við Ylströnd, Þorragata 3, Klettaskóli (Öskjuhlíðarskóli), Ísaksskóli, Landnámsskálinn Aðalstræti 16, Miðborg-Njálsborg, Gullborg og Sólborg. Samtals kr. 46.954.672,- 

    Ísloft blikk og stálsmiðja ehf.  

    Fimm fasteignir:  Grænaborg, Háteigsskóli, Sundhöllin við Barónsstíg, Tryggvagata 15 og Grandagarður 8 Sjóminjasafn. Samtals kr. 9.129.203,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundalið.

    Fylgigögn

  7. Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.  USK.  Hreinn Ólafsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  8. Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.  MOF. Huld Ingimarsdóttir tekur sæti undir þessum fundarlið.  

    Fylgigögn

  9. Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. SFS, Kristján Gunnarsson tekur sæti undir þessum fundarlið.  

    Fylgigögn

  10. Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.  ÞON. Þorgeir Hafsteinn Jónsson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  11. Lagt er fram yfirlit yfir kaup yfir 5 milljónum, sbr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar,   FAS, RHS og MOS.  Halldóra Káradóttir tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  12. Lagt er til að trúnaði verði aflétt af skjali merkt trúnaðarmál vegna útboðs nr. 15311   gagnvart kærunefnd útboðsmála.

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
70._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_28._april_2022.pdf