Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 69

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 7. apríl 2022 var haldinn 69. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Arnaldur Sigurðarson, Þórdís Pálsdóttir, Örn Þórðason. Sabine Leskop sat fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theódór Kjartansson frá borgarlögmanni og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu, sem einnig sat í fundarsal.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. apríl 2022, merkt USK22030094, útboð nr. 15424 „Ingunnarskóli - Klæðning útveggja – 2. áfangi “. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að lægsta gilda tilboði frá OG synir/Ofutrólið ehf. að fjárhæð kr. 94.664.779,-
  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. apríl 2022, merkt USK22020078, útboð nr. 15432 „Sægarðar. Sæbraut – Vatnagarðar“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er Verktækni ehf. að fjárhæð kr. 48.486.788,-
  Samþykkt

  Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram erindi þjónustu og rekstrar hjá íþrótta- og tómstundarsviði Reykjavíkur, dags. 31. mars 2022, útboð nr. 15353 „Búnaður til klórgerðar“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði Vatnslausna ehf. að fjárhæð kr. 48.636.900,- sem var jafnframt eini bjóðandinn í verkið.
  Samþykkt

  Ómar Einarsson og Andrés Andreasen taka sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

 4. Lagt er fram bréf innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. apríl 2022, rammasamningur um bifreiðar nr. 15321. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði til samninga við alla hlutaðeigandi aðila í hvorum hluta fyrir sig í samræmi við grein 0.8 í útboðsgagna.
  Í hluta I eru þetta, Bílaumboðið Askja ehf., Hekla hf., Brimborg ehf., Kraftur hf. og BL ehf.  Í hluta II eru þetta ALP hf, Höldur ehf., Bílaleiga Akureyrar ehf., Brimborg ehf, BL ehf. og AKA ehf.  
  Samþykkt

  Óskar Long Einarsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

  Fylgigögn

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
69._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_7._april_2022.pdf