Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 68

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 31. mars 2022 var haldinn 68. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Þórdís Pálsdóttir og Rannveig Ernudóttir. Ólafur Kr. Guðmundsson sat fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theódór Kjartansson frá borgarlögmanni en í fundarsal sat Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu, sem einnig sat í fundarsal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, dags. 18. mars 2022, útboð nr. 15338 „Rammasamningur um mötuneytisþjónustu fyrir skóla- og frístundarsvið“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði beggja aðila sem lögðu fram tilboð sem voru Sölufélag Garðyrkjumanna ehf. að fjárhæð kr. 803 per dag og Skólamatur ehf. að fjárhæð kr. 931 per dag., en samkvæmt útboðsgögnum var heimilt að semja við að hámarki þrjá lægstbjóðendur, (sjá kafla 0.8 Forsendur fyrir vali tilboðs). Áætluð ársvelta þessa samnings er 680 mkr. 

    Samþykkt

    Helgi Grétar Helgason tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars, merkt USK22020029, útboð nr. 15423 „Laugasól – Umsjón og eftirlit með framkvæmdum“. Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda sem er VSB Verkfræðistofa ehf. að fjárhæð kr. 27.750.000,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. mars, merkt USK21120168, útboð nr. 15350 „Safamýri 5. Nýr leikskóli. Endurbætur, fullnaðarfrágangur og lóðarframkvæmd.“ Í ljósi ákvörðunar kærunefndar útboðsmála dags. 17. febrúar 2022, þar sem hafnað var afléttingu stöðvun samningsgerðar, er lagt til við innkaupa- og framkvæmdaráð að fellt verði úr gildi fyrra val á tilboði lægstbjóðenda Gímó ehf. Þess í stað er það lagt til að gengið verið að tilboði næst lægstbjóðanda sem er Byggingalausnir ehf. að fjárhæð kr. 539.419.050,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svör við fyrirspurn Sjálfstæðisflokks frá 3. mars 2022, vegna útboðs nr. 15311, merkt sem trúnaðarmál. 

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
68._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_31._mars_2022.pdf