Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 67

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 24. mars 2022 var haldinn 67. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Örn Þórðarson, Valgerður Árnadóttir. Ólafur Kr. Guðmundsson sat fundinn í fundarsal. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theódór Kjartansson frá borgarlögmanni og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi skrifstofu og reksturs hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 21. mars 2022, útboð nr. 15460 „Dráttarvélar fyrir skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vélfang ehf.  sem var jafnframt eini bjóðandinn.

    Útboðinu var skipt í tvo hluta. Hluti eitt átti við um minni vélar. Hluti tvö átti við um stærri vélar. Boðið var í tvær vélar í hvorum hluta, eða alls fjórar dráttarvélar. Lægsta og eina tilboð sem barst var frá Vélfang ehf sem hljóðaði eftirleiðis: Hluti eitt: kr. 27.980.000,- eða 116,58% af kostnaðaráætlun. Hluti tvö: kr. 29.980.000,- eða 107,07% af kostnaðaráætlun.

    Samþykkt

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2022, merkt USK22030095, um útboð nr. 15427 „Rafstöðvarvegur. Göngu- og hjólastígur. Toppstöðin – Bíldshöfði“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Bjössa ehf. að fjárhæð kr. 87.800.000,-

    Samþykkt

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar hjá þjónustu-og nýsköpunarsviði, dags. 22. mars 2022, merkt ÞON22030030, um EES útboð nr. 15346  „Microsoft EAS og Azure hugbúnaðarleyfi“.  Lagt er til við innkaupa- og framkvæmdaráð að tekið verði lægsta gilda tilboði frá Crayon Iceland ehf., að fjárhæð EUR 6.250.819,- án vsk. (um 892 mkr á 3 árum eða um 297 mkr á ári).

    Samþykkt

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Tómas Guðmundsson og Aldís Geirdal frá þjónustu taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
67._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_24._mars_2022.pdf