Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 65

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 10. mars, var haldinn 65. fundur Innkaupa- og framkvæmdaráð. Fundurinn var haldinn í Varmadal og hófst klukkan 13:16. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Dóra Magnúsdóttir, Björn Gíslason, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Tómas Guðmundsson. Fundarritari:

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR), dags. 10. mars 2022, merkt ÞON22030014, um samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar, sbr. b. lið 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, enda er Microsoft einkaleyfishafi á þjónustunni "Microsoft Unified Support services" og þar með eini aðilinn sem kemur til greina af tæknilegum ástæðum.  Um er að ræða áttundu framlengingu á Unifed Support-samningi um kaup á þjónustu ráðgjafa frá Microsoft og er samningstíminn þrjú ár eða til 31. mars 2015.  Árleg fjárhæð eru USD 134.000,- eða tæplega 18 milljónir króna á ári án vsk.

    Samþykkt.

    Tómas Guðmundsson tekur sæti undir þessum  fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf Mannvits verkfræðistofu dags. 26. janúar 2022, varðandi innkaupastefnu – ábendingar, vegna stigagjafar við útboð nr. 15364 (verðfyrirspurn). Trúnaðarmál.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Innkaupaskrifstofu er falið að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs varðandi málið.

  3. Lagður er fram úrskurður kæruefndar útboðsmála í máli nr. 47/2021: Gleipnir verktakar ehf. gegn Reykjavíkurborg og Verktækni ehf.  Trúnaðarmál.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:20

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
65._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_10._mars_2022.pdf