Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 64

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 3. mars 2022 var haldinn 64. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Sabine Leskopf og Ólafur Kr. Guðmundsson sátu fundinn í fundarsal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:, Dóra Magnúsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Valgerður Árnadóttir. Einnig sátu fundinn Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu, í fundarsal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. mars 2022, merkt ÞON22030001, útboð nr. 15398 Endurnýjun Cisco samninga, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda Advania Íslands ehf., USD 156.362.- (kr. 20.291.096)
    Fundurinn samþykkir að taka þetta mál inn með afbrigðum.
    Samþykkt   

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir frá þjónustu- og nýsköpunarsviði tók sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2022, merkt USK21120124, útboð nr. 15342 Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur.  For- og verkhönnun., þar sem lagt er til að gengið verði tilboði stigahæsta bjóðanda sem er Hnit verkfræðistofa hf. að fjárhæð kr. 57.988.375.- 
    Samþykkt

    Guðni Guðmundsson, Hannes Bjartmar Jónsson og Erla Bjarný Jónsdóttir frá  umhverfis- og skipulagssviði tóku sæti undir þessum fundarlið

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2022, merkt USK22020074, útboð nr. 15407 Dúklagning 2022 í hverfum 6, 7, 8, 9 og 10 í fasteignum Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta tilboði í hverja fasteign fyrir sig.

    Garðar dúkari ehf. - Sjö fasteignir: Fellaskóli, Ártúnsskóli-Kvarnarborg og Ártúnsskóli, Selásskóli, Blásalir, Jöklaborg, Maríuborg og Sunnufold-Frosti.  Samtals kr. 24.526.200,-
    Jökull Þorleifsson ehf. – Átta  fasteignir: Árbæjarskóli, Bakkaborg, Hólabrekkuskóli, Norðlingaskóli, Ölduselsskóli, Suðurborg, Lyngheimar og Fólkvangur. Samtals kr. 31.764.350,-
    Ólafur Jónsson ehf. – Fjórar  fasteignir: Klettaborg, Fífuborg, Engjaborg og Brekkuborg.  Samtals kr. 8.079.700,-

    Samþykkt

    Guðni Guðmundsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir frá umhverfis- og skipulagssviði tóku sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars, merkt USK22020086, útboð nr. 15405, „Málun 2022 í hverfum 6 og 7 í fasteignum Reykjavíkurborgar“, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðandi í hverja fasteign fyrir sig.

    Jóhann V. Steimann kt. 1207654699. - Ein fasteign: Hverfisstöð við Jafnasel. Samtals kr. 550.000,-
    Aðalfagmenn ehf. - Ein fasteign: Félagsmiðstöðin Hólmaseli. 
    Samtals kr. 450.800,-
    Tómas Einarsson ehf. - Þrjár fasteignir: Hólabrekkuskóli, Íþróttahús Seljaskóla og Borg-Arnarborg.  Samtals kr.  3.513.800,-
    HIH Málun ehf. - Átta fasteignir: Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Árbæjarsafn ÍR hús, Árbæjarsafn Laufásvegur, Árbæjarsafn Laugavegur, Árbæjarsafn Vélaverkstæði 34, Árbæjarsafn Vörugeymsla 33 og Árbæjarsafn Vörugeymsla 35.
    Samtals kr.  10.645.000,-
    G. Á. Verktakar sf. – Fimmtíu fasteignir. Árbæjarskóli, Ársel, Ártúnsskóli, Breiðholtsskóli, Gerðuberg 1, Norðlingaskóli leikskóli, Norðlingaskóli, Seljaskóli, Selásskóli, Fellaskóli, Ölduselsskóli, Íþróttahús Leiknis við Austurberg, Íþróttamiðstöð Austurbergi, Skóladagheimilið Hraunkot, Skóladagheimilið Völvukot, Reiðhöllin Víðidal, Ártúnsskóli-Kvarnaborg, Árborg, Blásalir, Borg-Fálkaborg, Bakkaborg,Hálsaskógur-Hálsaborg, Hálsaskógur-Hálsakot, Heiðarborg, Hólaborg, Hraunborg, Jöklaborg, Litla Holt-Fellaborg, Rauðhóll, Rauðhóll skógarhús Björnslundi, Rauðaborg, Rofaborg, Seljakot, Seljaborg, Stóra Holt-Völvuborg, Suðurborg, Ösp, Gæsluvöllur við Malarás, Gæsluvöllur við Arnarbakka, Gæsluvöllur við Vesturberg, Hólaberg 86, Kleifarsel 18, Keilufell 5, Hestháls 14 Strætó, Þönglabakki 4, Árskógar 4 félagsstarf, Hraunberg 15, Hraunbær 103-104, Álfabakki 12 2. og 3. hæð og Borgarbókasafnið í Gerðubergi.  Samtals kr.  43.303.200,-
    SSB málun ehf.– Ýmsar eignir ótilgreint.  Samtals kr.  3.000.350,-

        Samþykkt

    Guðni Guðmundsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir frá umhverfis- og skipulagssviði tóku sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  5. Kynning á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022 ásamt útkomu ársins 2021. 

    Jón Valgeir Björnsson frá eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Guðni Guðmundsson frá umhverfis- og skipulagssviði héldu tóku sæti undir þessum fundarlið. 

  6. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi fyrirspurn. 

    1.Samkvæmt samgöngusáttmálanum frá september 2019 eru Betri samgöngur umsjónaraðili með nýjum tæknilausnum í umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu.  Er þetta útboð unnið í samvinnu við þá og er ekki rétt að fá umsögn þaðan varðandi þessa niðurstöðu? 2. Af hverju er ekki krafist RSMP samskiptastaðalsins sem norðurlönd nota.  Hér er bara vitnað í OCIT-O2 eða CANTO 1.3.  Norðurlöndin nota RSMP og hver er ástæða þess að slíkt er ekki gert á Íslandi? 3. Er ekki umsögn eða greinagerð frá hinum kaupandanum, sem er Vegagerðin varðandi þetta? 4. Ein af þessum staðsetningum er á Seltjarnanesi.  Er samþykki eða umsögn þaðan? 5. Hver er ástæðan fyrir tilvitnun í þýska staðla (DIN)  í útboðinu í stað Evrópustaðla (EN) sem norðurlöndin og flest evrópulönd nota?  Þar er ekki krafa um SIL3 í umferðarljósastýringum, heldur einungis í þýska staðlinum. 6. Hver er ástæðan fyrir kröfum um SIL3 öryggisstig í þessu útboði?  Er það krafa í öllum útboðum í ljósastýringar og er SIL3 vottaður búnaður í öðrum sambærilegum ljósum?  7. Óskað er eftir lista yfir þau umferðarljós sem eru með SIL3 viðurkenningu í dag. 8. Hver er ávinningurinn af SIL3 kröfum og hver er kostnaðaraukinn? 9. Af hverju er ekki bara vísað í EN-50556, sem kom í staðinn fyrir DIN VDE/HD 638 þýska staðalinn fyrir nokkrum árum? 10. Af hverju er ekki beðið eftir þessu ákvæði samgöngusáttmálans:  „Umferðarstýring:  Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“?  Á ekki að bíða jafnframt eftir niðurstöðu útistandandi málaferla varðandi fyrri útboð í ljósastýringar? 11. Hversu mörg útboð hafa verið gerð sem varða opinber kaup Reykjavíkurborgar á umferðaljósastýringarbúnaði síðan 2005, hvaða fyrirtæki hafa tekið þátt í þeim útboðum og frá hvaða fyrirtækjum voru tilboð samþykkt til lykta? 

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
64._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_3._mars_2022.pdf