Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 63

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 10. febrúar 2022 var haldinn 63. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Ólafur Guðmundsson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2022, merkt USK21120051, EES útboð nr. 15311 „Endurnýjun gönguljósa í Reykjavík“, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta gilda tilboði, frá Smith og Norland hf., að fjárhæð kr. 30.099.432.-

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram málsmeðferðartillögu um frestun.  Málsmeðferðartillagan er felld með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.

    Samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. 

        Ámundi V. Brynjólfsson USK, Ólafur Steingrímsson IKS, Grétar Þór Ævarsson USK og     Nils Schwarzkopp frá USK taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. febrúar 2022, merkt FAS21110059 og ÞON21010028, EES samkeppnisútboð nr. 15190 „Starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborg, hugbúnaðarlausn fyrir Mannauðs- og starfsumverfissvið“, þar sem lagt er fram að gengið verði að hagkvæmasta gilda tilboði frá 50skills ehf. að fjárhæð kr. 446.863.560.- en þar af eru valkvæð innkaup að fjárhæð kr. 153.933.000.- 
    Samþykkt.
        
        Ólöf Björg Þórðardóttir ÞON, Aldís Geirdal Sverrisdóttir ÞON ásamt Ólafi     Steingrímssyni IKS og Auði Björgvinsdóttur MOS, tóku sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
63._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_10._februar_2022.pdf