Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 62

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2022, fimmtudaginn 3. febrúar 2022 var haldinn 62. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu og Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2022, merkt USK22010120, EES útboð nr. 15365 „Íþróttamiðstöð Fram„ þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, „Tilboð 3“ frá Metatron ehf., að fjárhæð kr. 74.987.700.-

    Samþykkt.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. febrúar 2022, merkt USK22010174, útboð nr. 15323 "Þróttur Laugardal - Æfingavellir - Gervigras-Jarðvinna og lagnir" þar sem lagt er til að gengið verði að lægstbjóðanda gildra tilboða, Bjössa ehf. að fjárhæð kr. 292.000.000.-

    Samþykkt.

    Ámundi V. Brynjólfsson og Einar Jónsson taka sæti undir þessum fundarlið.

    Fylgigögn

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
62._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_3._februar_2022.pdf