No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 27. janúar var haldinn 61. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Valgerður Árnadóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu og Theodór Kjartansson frá borgarlögmanni. Fundarritari var Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi Skóla- og frístundarsviðs, dags. 25. janúar 2022, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstu aðila í hverjum hluta útboðsins „Ræsting fyrir leikskóla“ EES útboð nr. 15141. Lægstu tilboðin eru frá Dagar hf. í hluta 1, að fjárhæð kr. 42.749.907.-, en frá AÞ-þrif ehf. í hluta 2-6 að fjárhæð kr. 38.481.596.- í hluta 2, kr. 56.477.552.- í hluta 3, kr. 40.266.125.- í hluta 4, kr. 34.481.586.- í hluta 5 og að fjárhæð kr. 43.208.575.- í hluta 6.
Samþykkt.Sigurður I. Sigurðsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
-
Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. janúar 2022, þar sem lagt er til að gengið verði að lægsta tilboði er barst vegna útboðsins „Fossvogsskóli-Endurbygging“ nr. 15280, sem er E. Sigurðsson ehf., að fjárhæð kr. 534.653.756.-
Samþykkt.Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti undir þessum fundarlið.
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í síðustu viku voru fréttir af tilraunaverkefni sem var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að setja af stað varðandi uppsetningu á „Snjallgangbrautum“ við nokkra skóla í borginni. Í fréttinni kom fram að 4 gangbrautir hefðu verið sett upp og mikil ánægja með þær, sérstaklega við Melaskóla sem fjallað var sérstaklega um. Fram kom að kostnaður við þetta verkefni 2020 væri 190 milljónir króna. Þessi kostnaður er umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir. Þess vegna er óskað eftir því að fá sundurliðun á öllum kostnaði við þetta verkefni eftir árunum 2019 til og með 2021, skipt niður á helstu kostnaðarþætti eins og innkaup á búnaði, lögnum, hönnun og ráðgjöf, ásamt kostnaði við uppsetningu.
Fundi slitið klukkan 13:50
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
61._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_27._januar_2022.pdf