No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 20. janúar var haldinn 60. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Björn Gíslason, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Árnadóttir. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2022, um að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Rafal ehf. að upphæð kr. 74.982.610,- í útboði nr. 15378 Laugardalshöll - Uppsetning, raflagnavinna og stýringar.
SamþykktÁmundi Brynjólfsson og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. janúar 2022, um að gengið verði að tilboði stigahæsta bjóðanda sem er Efla ehf. að upphæð kr. 147.692.000,- í EES útboði nr. 15332. Elliðaárvogur – Ártúnshöfði, svæði 1 og 2. Gatnagerð og lagnir – Hönnun.
SamþykktÁmundi Brynjólfsson og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:45
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
60._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_20._januar_2022.pdf