Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2020, fimmtudaginn 16. júlí var haldinn 6. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Kristín Sólnes frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. júlí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verktækni ehf. í útboði nr. 14904 Samgöngubætur – Grafarvogur norður. R20070070
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. júlí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Stjörnugarða ehf. í útboði nr. 14918 Mjódd – endurgerð útisvæða. Verkáfangi 3, 2020. R20070046
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 26. júní 2020, varðandi heimild til samningskaupa á snjótroðara á grundvelli b. liðar 2. mgr. 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar og b. liðar 2. mgr. 39. gr. laga um opinber innkaup. R20010055
- Kl. 11:15 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
Samþykkt.
Magnús Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. júlí 2020, varðandi einstök innkaup yfir 5,0 m.kr. fyrir 1.-4. ársfjórðung 2019, með vísan til 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – ÞON þjónustu- og nýsköpunarsvið, dags. 23. júní 2020, um innkaup yfir 1,0 m.kr. fyrir tímabilið 201904-202003, með vísan til 7. gr innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – FÁST fjármála- og áhættustýringasvið, dags. 23. júní 2020, um innkaup yfir 1,0 m.kr. fyrir tímabilið 201904-202003, með vísan til 7. gr innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – MOS mannauðs- og starfsþróunarsvið, dags. 23. júní 2020, um innkaup yfir 1,0 m.kr. fyrir tímabilið 201904-202003, með vísan til 7. gr innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju yfirlit miðlægrar starfsemi Reykjavíkurborgar – RHS skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu, dags. 25. júní 2020, um innkaup yfir 1,0 m.kr. fyrir tímabilið 201904-202003, með vísan til 7. gr innkaupareglna Reykjavíkurborgar sbr. 7. lið fundargerðar innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 28. maí 2020. R20010055
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:38
Sabine Leskopf Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1607.pdf