No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2022, fimmtudaginn 6. janúar var haldinn 58. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Björn Gíslason, R. Alda Vilhjálmsdóttir og Valgerður Árnadóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi frá upplýsinga- og skjalastýringu á Þjónustu- og nýsköpunarsviði, dags. 28. desember 2021, um að gengið verði að tilboði Gagnavörslunnar, sem átti hagkvæmasta gilda tilboð í útboð nr. 15329 um skönnun verkfræðiteikninga.
SamþykktOlga Sigurðardóttir og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. janúar 2022, um að gengið verði að lægsta gilda tilboði frá TG raf ehf. að upphæð kr. 162.739.122, í útboði 15327 Götulýsing – Heimtaugaskápar
SamþykktÁmundi Brynjólfsson tekur sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Yfirlit yfir verkefni innkaupaskrifstofu um viðskipti sviða fyrir tímabilið september- nóvember 2021.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:41
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
58._fundargerd_innkaupa-_og_framkvaemdarads_fra_6._januar_2022.pdf