Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 57

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 16. desember var haldinn 57. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf og Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Valgerður Árnadóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. desember 2021, varðandi heimildar til seinni framlengingar við Hnit verkfræðistofu hf. útboð nr. 14701 – Verkefnastjóri Vogabyggðar – Ráðgjöf. R19110380.
    Samþykkt.

    Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. desember 2021, varðandi innkaup yfir 5. mkr. á tímabilinu október 2020 – september 2021, með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. FAS21110047.

    Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu og borgarlögmanns, dags. 14. desember 2021, varðandi breytingartillögur á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. MSS21120080.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs til staðfestingar. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:24

Sabine Leskopf

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1612.pdf