Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 56

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 2. desember var haldinn 56. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf og Alexandra Briem. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir, Björn Gíslason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartanson frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu og Hallgrímur Tómasson frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju uppfært erindi upplýsingatækniþjónustu, dags. 29. nóvember 2021, varðandi heimild til framhaldskaupa á útboði nr. 14330 Microsoft EAS hugbúnaðarleyfi á grundvelli 30. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar sem frestað var á 54. fundi ráðsins þann 18. nóvember 2021. R18100350.
    Samþykkt.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:11

Sabine Leskopf Alexandra Briem

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_0212.pdf