Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 53

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 11. nóvember var haldinn 53. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtalinn fulltrúi innkaupa- og framkvæmdaráðs tók sæti á fundinum: Alexandra Briem, Teitur Atlason og Björn Gíslason. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Dóra Magnúsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Verktækni ehf. í samkeppnisútboði 15323 – Þróttur Laugardal -Æfingavellir – Gervigras. Jarðvinna og lagnir. R21090312.

    Samþykkt.

    Einar Hjálmar Jónsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu, dags. 9. nóvember 2021, varðandi töku tilboðs Atlantsolíu ehf., N1 ehf., Olíuverslun Íslands hf. í rammasamningsútboði 15229 – Rammasamningur um eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg. R21060003. 

    Samþykkt. 

    Hektor Már Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:21

Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1111.pdf