Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 52

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 28. október. var haldinn 52. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtalinn fulltrúi innkaupa- og framkvæmdaráðs tók sæti á fundinum: Teitur Atlason. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Örn Þórðarson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson og Björn Atli Davíðsson frá embætti borgarlögmanns með fjarfunarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1.     Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2021, auk trúnaðarmerkt minnisblað frá innkaupaskrifstofu og borgarlögmanni dags. 27. október 2021, varðandi töku lægsta gilda tilboðs Atendi ehf. í samkeppnisútboði 15273 – Uppfestibúnaður fyrir lýsingu og viðburðarbúnað í laugardalshöll. R21070099.
    Samþykkt. 

    Ámundi Brynjólfsson, Kristjana Ósk Birgisdóttir og Einar Hjálmar Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2021, auk trúnaðarmerkt minnisblað frá umhverfis- og skipulagssvið dags. 26. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Metatron ehf. í útboði 15308 – Gervigrasvöllur Þróttar í Laugardal – Vallarlýsing. R21090071. 
    Samþykkt. 

    Ámundi Brynjólfsson, Kristjana Ósk Birgisdóttir og Einar Hjálmar Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:47

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2810.pdf