Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 51

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 21. október. var haldinn 51. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa og framkvæmdaráðs tóku sæti með fjarfundarbúnaði: Valgerður Árnadóttir, Dóra Magnúsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns með fjarfunarbúnaði.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 18. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Sólgarður slf. í útboði 15312 – Borgartún. Snorrabraut – Katrínartún. Göngu- og hjólastígur. R21090136.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu, dags. 11. október 2021, varðandi yfirlit yfir samþykkta viðauka við fjárheimildir 2021, á tímabilinu janúar - september 2021 með vísan í 2. málslið 2. mgr. 8. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju erindi eignaskrifstofu, dags. 5. október 2021, varðandi viðauka III við fjárfestingaáætlun, staða fjárfestingaverkefna 4. október 2021 og kynning stöðu fjárfestingaverkefna Þjónustu og reksturs sem og kynning á stöðu hönnunar á rauntíma kostnaðarstöðuyfirliti, sem var frestað á 50. fundi ráðsins. R21010052. 

    Jón Valgeir Björnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    Kl. 14:09 víkur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:11

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2110.pdf