Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2021, fimmtudaginn 21. október. var haldinn 51. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa og framkvæmdaráðs tóku sæti með fjarfundarbúnaði: Valgerður Árnadóttir, Dóra Magnúsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns með fjarfunarbúnaði.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 18. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Sólgarður slf. í útboði 15312 – Borgartún. Snorrabraut – Katrínartún. Göngu- og hjólastígur. R21090136.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu, dags. 11. október 2021, varðandi yfirlit yfir samþykkta viðauka við fjárheimildir 2021, á tímabilinu janúar - september 2021 með vísan í 2. málslið 2. mgr. 8. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju erindi eignaskrifstofu, dags. 5. október 2021, varðandi viðauka III við fjárfestingaáætlun, staða fjárfestingaverkefna 4. október 2021 og kynning stöðu fjárfestingaverkefna Þjónustu og reksturs sem og kynning á stöðu hönnunar á rauntíma kostnaðarstöðuyfirliti, sem var frestað á 50. fundi ráðsins. R21010052.
Jón Valgeir Björnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 14:09 víkur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:11
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2110.pdf