Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2021, fimmtudaginn 7. október. var haldinn 50. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum: Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Teitur Atlason, Ólafur Kr. Guðmundsson og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns með fjarfunarbúnaði.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu, dags. 4. október 2021, varðandi töku tilboðs Nova hf, Sýn hf., og Síminn hf., í rammasamningsútboði 15122 – Rammasamningur um gagnatengingar. R21030306,
Samþykkt.Óskar Long Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis og skipulagssvið, dags. 04. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Metatron ehf. í útboði 15296 – Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjól í Reykjavík, endurnýjun gervigrass 2021. R21080181.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis og skipulagssvið, dags. 4. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustan ehf.. í útboði 15289 – Endurnýjun umferðarljósa í Reykjavík. R21080102.
Samþykkt
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn rekur varnagla við að Reykjavíkurborg fari í jafn stóra fjárfestingu varðandi ljósastýringar og raun ber vitni í ljósi þess að nú þegar er þróunarverkefni hafið á vegum Vegagerðarinnar og Betri samgangna ohf. um heildarendurskoðun á ljósastýringarkerfum höfuðborgarsvæðisins, líkt og samið var um í Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samstarfshópur Vegagerðarinnar og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins hefur gert úttekt á öllum umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu og unnið að aðgerðaráætlun, stefnumörkun og setningu markmiða varðandi umferðarljósin í heild sinni sem og gert yfirlit yfir hvar helst er þörf á að endurnýja umferðarljós eða tæknibúnað sem kominn er til ára sinna, ásamt því að greina við hvaða umferðarljós verða helst tafir á annatíma. Þróunarverkefnið er fyrsta skref þessarar vinnu og fyrir vikið þegar er vinna hafin í málaflokknum, vissulega úr annarri átt en þó í umboði Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar meirihlutans leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Mikilvægt er að virða hlutverk innkaupa- og framkvæmdaráðs sem snýr að staðfestingu hvort farið sé eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar sem og gildandi lögum um opinber innkaup. Þegar innkaupaferli hefur farið fram væri Reykjavíkurborg skaðabótaskyld ef ráðið væri að hafna gildu tilboði. Umræða um sjálft verkefnið hefur farið fram á öðrum vettvangi og samþykkt að ráðast í það þar. Hlutverk Innkaupa og framkvæmdaráðs er annað.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis og skipulagssvið, dags. 4. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Garðsmíði ehf. í útboði 15309 – Elliðaárdalur. Höfðabakka- Vatnsveitubrú. Hjóla- og göngustígur. R21090088.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis og skipulagssvið, dags. 5. október 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Klapparverks ehf. í útboði 15302 – Kirkjusandur – Yfirborðsfrágangur og gatnamót við Borgartún. R21090032.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi eignaskrifstofu, dags. 5. október 2021, varðandi viðauka III við fjárfestingaráætlun, staða fjárfestingaverkefna 4. október 2021 og kynning stöðu fjárfestingaverkefna Þjónustu og reksturs sem og kynning á stöðu hönnunar á rauntíma kostnaðarstöðuyfirliti. R21010052.
Frestað.Ámundi Brynjólfsson, Jón Valgeir Björnsson, Karen María Jónsdóttir, Eva Hjördís Bjarnadóttir, Óli Páll Geirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:04
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_0710.pdf