Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 49

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 23. sept. var haldinn 49. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tók sæti á fundinum: Sabine Leskopf og Alexandra Briem. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa og framkvæmdaráðs tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Valgerður Árnadóttir, Björn Gíslason og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns með fjarfunarbúnaði.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi fjármála- og áhættustýringarsvið, dags. 20. september 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Sjóvá-almennar hf. í útboði 15279 – Tryggingar Reykjavíkurborgar og tengdra fyrirtækja. R21080170.

    Samþykkt.

    Berglind Söebech tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagsviðs dags. 3. september 2021, varðandi yfirlit yfir innkaup yfir 5. m.kr. í aðal- og eignasjóði á tímabilinu júlí 2020 – júní 2021, með vísan í 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R21010052.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Ágúst Már Gröndal taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning og umræða um framsetningu skilamata og skilagreina til innkaupa- og framkvæmdaráðs, með vísun í 5. mgr. 2 gr. og d. lið 1. mgr. 4 gr. samþykkta innkaupa- og framkvæmdaráðs.

    Ámundi Brynjólfsson, Ágúst Már Gröndal Hreinn Ólafsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

Fundi slitið klukkan 14:23

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2309.pdf