Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2021, fimmtudaginn 16. sept. var haldinn 48. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtalinn fulltrúi innkaupa- og framkvæmdaráðs tók sæti á fundinum: Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa og framkvæmdaráðs tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. ágúst 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Verkís hf. í útboði 15283 – Funaborg, viðbygging – Verkfræðihönnun. R21080037.
Samþykkt.Kristjana Ósk Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- kl. 13:09 Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning og umræða um mælaborð innkaupa- og framkvæmdaráðs, sem listi uppsettur með gagnsæjum hætti verkefni fjárfestingaráætlunar Reykjavíkurborg, ásamt tíma- og kostnaðaráætlunum, með vísun í 4. dagskrárlið 2. fundar innkaupa framkvæmdaráðs 4. júní 2020 sem frestað var á 41 fundi ráðsins þann 8. júlí 2021.
Jón Valgeir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Innkaupa- og framkvæmdaráð felur eignaskrifstofu að vinna áfram að útfærslu að mælaborði innkaupa- og framkvæmdaráðs í samvinnu við þjónustu- og nýsköpunarsvið og óskar eftir að kynnt verði framvinda verkefnisins á þarnæsta fundi ráðsins.
Fundi slitið klukkan 13:45
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1609.pdf