Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 46

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 46. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar innkaupa- og framkvæmdaráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Dóra Magnúsdóttir, Björn Gíslason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1.     Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. ágúst 2021, varðandi töku lægsta gilda tilboðs Íslenska gámafélagið ehf. í útboði 15276 – Knattspyrnuvöllur Vals. Endurnýjun á gervigrasi 2021. R21070109.
    Samþykkt.

    Agnar Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. ágúst 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið ehf. í útboði 15211 – Ámokstur á salti 2021-2022. R21050110.
    Samþykkt.

    Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvenær hyggst Reykjavíkurborg bjóða út rekstur og uppsetningu hleðslustöðva (156 götuhleðslur) sem úrskurðarnefnd útboðsmála úrskurðaði fyrr á árinu að bjóða þurfi út á evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að óvirkni samningsins milli Reykjavíkurborgar og ON sem úrskurðarnefndin dæmdi ógildan veldur rafbílaeigendum erfiðleikum.

Fundi slitið klukkan 13:16

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fg_2608_nr_46.pdf