Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 40

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 1. júlí var haldinn 40. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 14:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum Alexandra Briem og Ellen Jacqueline Calmon, aðrir ráðsmenn tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartanson og Anna Guðrún Árnadóttir frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2021, varðandi töku lægsta gilda tilboðs Terra eininga ehf. í útboði 15219 – Kaup á brúnum tunnum fyrir sorphirðu og flokkunarílátum. R21050186.

    Samþykkt.

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 29 júní 2021, varðandi að falla frá fyrri ákvörðun um töku tilboðs í útboði 15063 – Endurnýjun lýsingar í Laugardalshöll – Uppfestibúnaður fyrir lýsingu og viðburðarbúnað sem tekin var á 1. dagsrkárlið 34. fundar ráðsins þann 27. maí 2021. R20120041.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun

    Hafi framkvæmd útboðs nr. 15063 ekki verið í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. 119. gr. laganna, gæti Reykjavíkurborg verið skaðabótaskyld. Fulltrúarnir telja mikilvægt að mál þetta verði tekið til vandaðrar skoðunar innan sviðsins og reynt verði að koma í veg fyrir endurtekningu.

    Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 14:45 Anna Guðrún Árnadóttir frá Borgarlögmanni víkur af fundinum

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi eignaskrifstofu, dags 28. júní 2021, varðandi viðauka á fjárfestingaráætlun 2021, verkstöðuskýrsla ársins 2020 og fyrsta ársfjórðungs 2021 ásamt framvinduskýrslu fjárfestingaverkefna 25. júní 2021. R21010052.

    Jón Valgeir Björnsson, Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson, Óli Jón Hertervig sátu fundinn undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu, dags. 28 júní 2021, varðandi verkefni innkaupaskrifstofu fyrir mars, apríl og maí 2021, með vísan í 7 gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R21010052.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:41

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_0107.pdf