Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2020, fimmtudaginn 18. júní var haldinn 4. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Örn Þórðarson og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 15. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu hf. í EES útboði nr. 14836 Bústaðavegur 151-153. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit. R20040090.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Flotgólfs ehf. í EES forvali / Alútboði nr. 14709 Parkethús í Suður-Mjódd. R19120056.
- Kl. 13:07 taka Eyþóra K. Geirsdóttir og Kristín Sólnes sæti á fundinum.
Innkaupa- og framkvæmdaráð færir til bókar að lægsta tilboð er 23,76% hærra en upphafleg fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir, en í því ljósi að borgarráð hefur veitt aukna fjárheimild til verksins samþykkir ráðið að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Alma Verks ehf. í útboði nr. 14858 Norðurstígur og Nýlendugata - endurgerð götu 2. áfangi. R20040230.
Samþykkt.Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Crayon Iceland ehf. sem átti einu tilboðin sem bárust í EES útboði nr. 14869 Microsoft Campus leyfi. R20050086.
Samþykkt.Helga Sigrún Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Varðandi kaup á 11 aðgangskortum að Kjarvalsstofu fyrir æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar, er óskað eftir upplýsingum um: 1. Hver tók ákvörðun um kaup á umræddum kortum? 2. Hvar var kostnaður við innkaupin færður, hér er vísað í yfirlit yfir innkaup frá sviðum borgarinnar sem lögð hafa verið fram á fundum innkauparáðs? 3. Ef kostnaður við kaup á umræddum aðgangskortum hefur ekki verið birtur á framlögðum yfirlitum, hver er þá skýringin? 4. Hafa fleiri aðgangskort verið keypt síðar, þ.e. eftir að kortin 11 voru keypt?
Fundi slitið klukkan 13:26
Sabine Leskopf Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_1806.pdf