Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 4

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 18. júní var haldinn 4. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Örn Þórðarson og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 15. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu hf. í EES útboði nr. 14836 Bústaðavegur 151-153. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit. R20040090.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Flotgólfs ehf. í EES forvali / Alútboði nr. 14709 Parkethús í Suður-Mjódd. R19120056.

    -    Kl. 13:07 taka Eyþóra K. Geirsdóttir og Kristín Sólnes sæti á fundinum.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð færir til bókar að lægsta tilboð er 23,76% hærra en upphafleg fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir, en í því ljósi að borgarráð hefur veitt aukna fjárheimild til verksins samþykkir ráðið að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Alma Verks ehf. í útboði nr. 14858 Norðurstígur og Nýlendugata - endurgerð götu 2. áfangi. R20040230.
    Samþykkt.

    Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Crayon Iceland ehf. sem átti einu tilboðin sem bárust í EES útboði nr. 14869 Microsoft Campus leyfi. R20050086.
    Samþykkt.

    Helga Sigrún Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Varðandi kaup á 11 aðgangskortum að Kjarvalsstofu fyrir æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar, er óskað eftir upplýsingum um: 1. Hver tók ákvörðun um kaup á umræddum kortum? 2. Hvar var kostnaður við innkaupin færður, hér er vísað í yfirlit yfir innkaup frá sviðum borgarinnar sem lögð hafa verið fram á fundum innkauparáðs? 3. Ef kostnaður við kaup á umræddum aðgangskortum hefur ekki verið birtur á framlögðum yfirlitum, hver er þá skýringin? 4. Hafa fleiri aðgangskort verið keypt síðar, þ.e. eftir að kortin 11 voru keypt?

Fundi slitið klukkan 13:26

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_1806.pdf