Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 39

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 24. júní var haldinn 39. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, 4. hæð Borgartúni 12-14 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum Valgerður Árnadóttir, aðrir ráðsmenn tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Ellen Jacqueline Calmon, Örn Þórðason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Theodór Kjartanson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Formaður ráðsins leggur til að tekið verið á dagskrá kosning varaformanns.

    Samþykkt

    Lögð fram tillaga formanns Innkaupa- og framkvæmdaráðs þess efnis að fulltrúi Pírata, Valgerður Árnadóttir, verði kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

    Fulltrúi Pírata, Valgerður Árnadóttir, var samhljóma kjörinn varaformaður Innkaupa- og framkvæmdaráðs.

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Orkuvirki í útboði 15204 – Gervigrasvöllur KR – Endurnýjun vallarlýsingar. R21050063.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 16 júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Jarðvals sf. í útboði 15217 – Stjörnugróf 7 – 11. Gatna- og stígagerð. R21050252.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 16 júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Alma Verk ehf. í útboði 15215 – Umferðaröryggisaðgerðir 2021. R21050114.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 22. júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Blikksmiðurinn hf. í útboði 15142 – Hamraskóli. Ný loftræstikerfi fyrir kennslustofur. R21030195. 

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. júní 2021, varðandi töku hagkvæmasta gilda tilboðs Furðufiska ehf. í Samkeppnisviðræðum nr. 14715 – vegna mötuneytisþjónustu í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. R20020022.

    Samþykkt.

    Finnur Kári Guðnason, Arna Ýr Sævarsdóttir og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svör þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags 22. júní 2021, vegna yfirlits yfir innkaup þjónustu og nýsköpunarsviðs yfir 5 miljónir króna á tímabilinu 202001-202012 sem var frestað á 33. fundi ráðsins þann 29. apríl 2021. R21010025.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 22. júní 2021, varðandi töku hagkvæmasta gilda tilboðs Emmessís ehf. í útboði nr. 15124 – Ís til endursölu á starfsstöðum ÍTR. R21030198.

    Samþykkt.

    Andrés Bögebjerg Andreasen tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Ellen Jacqueline Calmon víkur sæti af fundi undir þessum dagskrárlið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:14

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2406.pdf