Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 38

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 10. júní var haldinn 38. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, Borgartúni 12-14 ogmeð fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum Sabine Leskopf, aðrir ráðsmenn tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Rannveig Erndudóttir, Aron Leví Beck Rúnarsson, Jórunn Pála Jónasdóttir og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns tók sæti með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu ehf. í útboði 15213 – Stekkjarbakki, breyting. Gatnagerð, lagnir og stígar. For- og verkhönnun R21050189.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 8 júní 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Berg Verktakar í útboði 15216 – Úlfarsárdalur – Yfirborðsfrágangur við Úlfarsárbraut 2021. R21050116.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram endurupptökubeiðni Draupnis lögmannsþjónustu ehf f.h. Vörðubergs ehf., dags. 23. maí 2021, ásamt umsögn frá borgarlögmanni dags. 7. júní 2021, varðandi fyrri ákvörðun ráðsins um töku tilboðs í útboði nr. 15175 – Gangstéttaviðgerðir 2021, sem tekin var á 35. fundi ráðsins þann 20 maí 2021. R21040062.

    Samþykkt að hafna beiðni um endurupptöku fyrri ákvörðunar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu, dags. 8 júní 2021, varðandi töku hagkvæmasta gilda tilboðs Íslenska Gámafélagið ehf. í rammasamningi nr. 15119 – um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hjá Reykjavíkurborg. R21030049.

    Samþykkt.

    Óskar Long Einarsson og Friðrik Klingbeil Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram yfirlit skóla og frístundasviðs, dags. 8. júní 2021, varðandi einstök innkaup yfir 5 mkr. fyrir árið 2021, og fyrir fyrsta ársfjórðung 2021, með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R21010052.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:42

Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1006.pdf