Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2021, fimmtudaginn 27. maí var haldinn 36. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og Varmadal í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:04. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Sara Björg Sigurðardóttir, Björn Gíslason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu og Aksel Jansen innkaupastjóri.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði 15198 – Vogabyggð 2. Drónmundarvogur suður – Gatnagerð og lagnir. R21040300.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Lóðaþjónustan ehf. í útboði 15193 – Úlfarsárdalur – Hverfi 1 – Yfirborðsfrágangur. R21040283.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Garðasmíði ehf. í útboði 15179 – Mánagarður endurgerð lóðar 2021. R21040153.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Sport-Tæki ehf. í útboði 15189 – Laugardalshöll – Endurnýjun á gólfi. R21040218.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25 maí 2021, að nýju varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Metatron ehf. í útboði 15063 – Endurnýjun lýsingar í Laugardalshöll – Uppfestibúnaður fyrir lýsingu og viðburðarbúnað. R20120041.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. mars 2021, varðandi einstök innkaupa yfir 5. m.kr. fyrir tímabilið janúar til mars 2021 með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R21010052.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 19. maí 2021, varðandi einstök innkaupa yfir 5. m.kr. fyrir 1 ársfjórðung 2021, með vísan í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R21010052.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:00
Sabine Leskopf Alexandra Briem
Sara Björg Sigurðardóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2705.pdf