Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 35

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 20. maí var haldinn 35. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Aron Leví Beck, Örn Þórðarson og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Hljóðfærahúsið ehf. í útboði 15137 – Þráðlaus hljóðbúnaður fyrir stóra svið Borgarleikhússins. R21030168.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18 maí 2021, varðandi töku lægsta gilda tilboðs Sumargarða ehf. í útboði 15175 – Gangstéttaviðgerðir 2021. R21040062.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðsviðs, dags. 17 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Opin kerfi hf. í útboði 15050 – Tæknileg framlínuþjónusta. R20110066
    Samþykkt.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram trúnaðarmerkt erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðsviðs, dags. 17 maí 2021, varðandi framlengingu á samningi vegna mötuneytisþjónustu í Borgartúni 12-14 og Ráðhúsi Reykjavíkur nr. 13607 með vísan í 30. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R15110239
    Samþykkt.

    Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Finnur Kári Guðnason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  5. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6 maí 2021, við fyrirspurn sem lögð var fram á 17. fundi ráðsins af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þann 29. október 2020, varðandi að leggja fram gögn að nýju varðandi vinnustofu Kjarvals að viðbættum upplýsingum hver hafi móttekið og staðfest reikningana fyrir hönd borgarinnar og hvenær. R20010055.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er okkar mat að framlagt svar taki ekki með skýrum og auðskildum hætti á þeirri einföldu og afmörkuðu fyrirspurn sem lögð var fyrir. Svar upp á 10 blaðsíður með almennum leiðbeiningum um samþykkt reikninga hefur í raun ekkert með þá afmörkuðu og skýru spurningu að gera sem lögð var fram. Rétt er að árétta mikilvægt eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa í því sambandi. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:32

Sabine Leskopf Alexandra Briem

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2005.pdf