Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 34

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 6. maí var haldinn 34. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Aron Leví Beck, Örn Þórðarson og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3 maí 2021, ásamt trúnaðarmerktu skjali með greinargerð dags. 4. apríl 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Eðalbyggingar ehf. í útboði 15158 – Seljakot, endurgerð eldra húsnæðis. R21030269.
    Samþykkt.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkaupa- og framkvæmdaráð beinir þeim tilmælum til kaupanda að þar sem kostnaðaráætlun virðist hafa verið vanáætluð þá er óskað eftir því að  verkkaupi gæti vel að fjárheimildum verkefnisins og gæti að upplýsingagjöf til ráðsins skv. 8. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

    Kristjana Ósk Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Atendi ehf. í útboði 15108 – Dimmer kerfi á nýja svið Borgarleikhússins. R21010212.
    Samþykkt.

    Kristjana Ósk Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4 maí 2021, varðandi að falla frá fyrri ákvörðun um töku lægsta gilda tilboðs í útboði 15063 – Endurnýjun lýsingar í Laugardalshöll – Uppfestibúnaður fyrir lýsingu og viðburðarbúnað sem samþykkt var í 1. lið á 31. fundi ráðsins þann 8 apríl 2021. R20120041.
    Samþykkt.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innkaupa og framkvæmdaráð beinir þeim tilmælum til kaupanda að gæta vel að mati á tilboðum með tilliti til allra tæknilegar kröfur í útboðsgögnum.

    Kristjana Ósk Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3 maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Urð og grjót ehf. í útboði 15099 – Grafreitur Úlfarsfelli – Efnismóttaka, landmótun og frágangur. R21020058.
    Samþykkt.

    Ólafur Már Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 4. maí 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Dagar hf. í útboði 15114 – Ræsting á starfsstöðvum Frístundamiðstöðvarinnar í Kringlumýri. R21020105.
    Samþykkt.

    Róbert Rafn Birgisson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:05

Sabine Leskopf Alexandra Briem

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_0605.pdf