Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 33

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 29. apríl var haldinn 33. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn með Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu með fjarfundarbúnaði.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ef. í útboði 15146, Malbiksyfirlagnir í Reykjavík, útboð 1 – Vestan Reykjanesbrautar. R21030266.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 26. apríl. 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Malbikunarstöðin Höfði hf. í útboði 15147, Malbiksyfirlagnir í Reykjavík, útboð 2 – Austan Reykjanesbrautar. R21030267.

    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssvið, dags. 27. apríl. 2021, við fyrirspurn lagða fram í 5. dagskrárlið á 16. fundi ráðsins af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þann 15. október 2020. R20010055.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 28. apríl. 2021, við fyrirspurn lagða fram í 4. dagskrárlið á 17. fundi ráðsins af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þann 29. október 2020. R20010055.

    Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 13.42 tekur Hallur Símonarson frá innri endurskoðun sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 13.56 fór Hallur Símonarson frá innri endurskoðun af fundinum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að fá loks svör við fyrirspurnum sínum en áréttar að það verklag má ekki viðgangast að svör berist hálfu ári eftir að fyrirspurnirnar eru lagðar fram. Hvað svar annarrar fyrirspurnanna tveggja varðar, að þá telur Sjálfstæðisflokkurinn það athugunarvert að svona há upphæð hafi ekki skilað sér betur til þjónustuþega málaflokksins. Því þegar kostnaður þessa verkefnis er borin saman við sambærilegt en mjög árangursríkt úrræði við Hringbraut sést að það hefði mátt kaupa húsnæði með fleiri gistiplássum og reka það í heilt ár með viðveru starfsmanna fyrir sömu upphæð og smáhýsin fimm á Gufunesvegi kostuðu. Fermetraverð smáhýsanna fimm er 1,1 milljón króna á hvern fermetra, eða 33 milljónir króna á hvert hús. Til samanburðar er meðalfermetraverð í Reykjavík 530 þúsund krónur á hvern fermetra, þá er miðað við söluverð en ekki byggingarkostnað. Sjálfstæðisflokkurinn harmar að sú upphæð sem samþykkt var í málaflokkinn hafi ekki skilað sér betur til þjónustuþeganna en svo. Það hefur legið fyrir að ekki er um endanlega staðsetningu þessa fimm húsa að ræða og enn eru 15 hús óuppsett. Því er ljóst að endanleg heildarupphæð verkefnisins er ekki komin.

    Fulltrúar meirihlutans leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Fulltrúar Samfylkingar og Pírata í innkaupa- og framkvæmdaráði þakka fyrir svar við fyrirspurn frá 29. október 2020 um smáhýsi í Gufunesi. Á þeim miklu álagstímum sem við erum stödd á geta verið tafir á úrvinnslu þeirra fjölda fyrirspurna sem starfsfólk þarf að svara og nauðsynlegt er að forgangsraða. Þess ber að gæta að með útboði á EES svæðinu fékkst einstaklega hagkvæmur samningur sem var rúmum 130 milljónum undir kostnaðaráætlun. Þá ber þess einnig að geta að verkefninu var ekki lokið fyrr en í desember 2020 og því í raun ekki hægt að skila fullnaðarsvari við fyrirspurn fyrr en nokkru eftir þann tíma. Innkaupin sem hér um ræðir fóru fram samkvæmt samþykki ráðsins þann 27. maí 2019 og í samræmi við gildandi innkaupareglur. Ekki er annað að sjá en að innkaupareglum borgarinnar hafi verið framfylgt að öllu leyti. Þá er ekki að merkja neina vankanta við framkvæmd eins og ósamþykktur viðbótarkostnaður. Efnisleg umræða um verkefni samræmist ekki hlutverki ráðsins og þarf að fara fram á viðeigandi vettvangi.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju yfirlit þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 23. mars 2021, varðandi einstök innkaup yfir 5 miljónum króna fyrir 4 ársfjórðung 2020 með vísun í 1. og 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sem var frestað á 4 lið, 30. fundi ráðsins þann 25. mars 2021. R21010025. 

    Frestað.

    Ólafur Sólimann Helgason, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:25

Sabine Leskopf Alexandra Briem

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2904.pdf