No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2021, fimmtudaginn 15. apríl var haldinn 32. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn með Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju leiðrétt erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 12. apríl. 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda í hverjum hluta, Straumkul ehf., Rafsveinn ehf., Raflýsing ehf., Þéttir ehf., Þelamörk ehf., Rafholt ehf., Ljósver ehf. og Rafrún í EES útboði 15097, Reglubundið viðhald raflagna í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar – Hverfi 1, 2 og 3. R21020109.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2021, varðandi töku lægsta gilda tilboðs Johan Rönning ehf. í útboði 15064, Endurnýjun lýsingar í Laugardalshöll – Lampabúnaður og stillingar. R20120046.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 13. apríl. 2021, varðandi töku tilboðs lægstbjóðanda Alma Verk ehf. í útboði 15129, Vesturbæjarskóli – Endurbætur á lóð. Seinni hluti. R21030047.
Samþykkt.Ámundi Brynjólfsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, dags. 12. apríl. 2021, varðandi töku tilboðs þriggja lægstbjóðenda í hluta 1, Fisherman ehf., Norðanfiskur ehf. og Hafið fiskverslun ehf., tveggja lægstbjóðenda í hluta 2, Norðanfiskur ehf. og Fisherman ehf. og þriggja lægstbjóðenda í hluta 3 Fisherman ehf., Norðanfiskur ehf. og Djúpið fiskvinnsla ehf. í Rammasamning nr. 15002, um sjávarfang.
R21020020.
Samþykkt.Óskar Long Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfunarbúnaði.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:22
Sabine Leskopf Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1504.pdf