Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 3

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 11. júní var haldinn 3. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir, Dagmar Arnardóttir og Kristín Sólnes frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 3. júní 2020, varðandi framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jarðvals sf. í útboði nr. 14833 Bústaðavegur 151 - 153. Gatnagerð og lagnir. R20040097.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 9. júní 2020, þar sem lagt er til að samið verði við Olíuverzlun Íslands hf., Papco Fyrirtækjaþjónustu ehf., Ræstivörur ehf., Rekstrarvörur ehf. og Tandur ehf. í EES útboði nr. 14736 Rammasamningur um kaup á hreinlætisvörum. R20020250.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram kvörtun Draupni lögmannsþjónustu f.h. Vörðubergs ehf., dags. 2. júní 2020, varðandi niðurstöðu í útboði nr. 14782 Hverfið mitt 2020 - Austur. Grafarvogur. R20030249.
    Innkaupa- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn embættis borgarlögmanns um kvörtunina.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:28

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_1106.pdf