Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 28

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2021, fimmtudaginn 11. mars var haldinn 28. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Varmadal, Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem, Dóra Magnúsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason, R. Alda Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn með Eyþóra  Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns með fjarfundarbúnaði og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. mars 2021, varðandi töku lægstbjóðanda Gleipnir verktakar ehf. í útboði 15101, Íþróttamiðstöð Fram – Grasæfingavöllur. Jarðvinna og lagnir. R21020062.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2021, yfir innkaup í aðal- og eignasjóð á innkaupum yfir 5. mkr á tímabilinu janúar 2020 – desember 2020. R21010052.

    Hreinn Ólafsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi Borgarsögusafns, dags. 9. mars 2021, varðandi heimild til framlengingar á samningi 13816 um ferjusiglingar og veitingarekstur í Viðey, á grundvelli 30. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20080021.
    Samþykkt.

    Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Innkaupa- og framkvæmdaráði ítrekum að fá svör við ósvöruðum fyrirspurnum dagsettum 15. október 2020 og 29. október 2020, fyrirspurnum sem allar voru lagðar fram í ráðinu á síðasta ári og bráðum að verða fimm mánaða gamlar.

Fundi slitið klukkan 13:53

Alexandra Briem Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1103.pdf