Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 23

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 23. desember var haldinn 23. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs, aukafundur. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Eyþóra  Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 14. desember 2020, ásamt frekari skýringum dags. 22. desember 2020, varðandi heimild til töku lægstbjóðanda Advania Ísland ehf. í EES útboði 15006 Samþættingarlausn, sem var frestað í 1 lið, 22. fundi ráðsins. R20100225.

    Samþykkt.

    Innkaupa- og framkvæmdaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Taka skal fram að magntölur eru ekki skuldbinding um innkaup, heldur voru samkvæmt skýringum kaupanda settar fram til að ná fram samanburði milli tilboða. Um að ræða innkaup sem dreifast á sex ár. Kaup innan samnings eru skilgreind í útboðsskilmálum og verður stýrt í samræmi við fjárheimildir hverju sinni líkt og er gert í kaupum í gegnum miðlæga samninga borgarinnar, rammasamning og gagnvirk innkaupakerfi. Nýting á tilboðinu mun því byggjast á þörf og fjárheimildum hverju sinni.

    Kári Roman Svavarsson, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram að nýju erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 7. desember 2020, ásamt frekari skýringum dags. 14. desember 2020 og enn frekari skýringum dags. 22. desember 2020, varðandi heimild til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingu til kaupa á ráðgjafaþjónustu Gartner Ireland Limited sbr. b-lið 1. mgr 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sem var frestað í 1. lið,  21. fundi ráðsins og 2. lið 22. fundi ráðsins. R20010055.

    Samþykkt.

    Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs, dags. 22. desember 2020, varðandi heimild til töku hagkvæmasta tilboðs frá Penninn ehf. í EES útboði 15036 - Skólahúsgögn. R20100152.

    Samþykkt. 

    Helgi Grétar Helgasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í ljósi úrskurðar vegna kaupa Reykjavíkurborgar á búnaði í umferðarljósastýringar, sem barst frá úrskurðarnefnd útboðsmála 16. desember síðastliðinn leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu fram eftirfarandi fyrirspurn: Óskað er eftir greinargerð  á því hvað þessi úrskurður þýðir til framtíðar vegna útboðs og innkaupamála Reykjavíkurborgar, þar sem hann er mjög afgerandi og gæti haft fordæmisgildi.  Því væri rétt að bregðast við nú þegar til að fá réttarstöðu og framkvæmd innkaupamála á hreint í kjölfar þessa úrskurðar.

  5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í ljósi úrskurðar vegna kaupa Reykjavíkurborgar á búnaði í umferðarljósastýringar, sem barst frá úrskurðarnefnd útboðsmála 16. desember síðastliðinn leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu fram eftirfarandi fyrirspurn: Í kjölfar þessa úrskurðar væri rétt að taka saman yfirlit yfir þau innkaup sem eru hliðstæð þeim sem úrskurðað var um. Óskað er eftir úttekt fyrir síðustu 4 ár á innkaupum sem hafa verið gerð án útboðs eða með svipuðu fyrirkomulagi og úrskurðurinn byggði á.

Fundi slitið klukkan 10:54

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_2312.pdf