Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 22

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 17. desember var haldinn 22. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Björn Gíslason og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Elín Hrefna Ólafsdóttir frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 14. desember 2020, varðandi heimild til töku lægstbjóðanda Advania Ísland ehf. í EES útboði 15006 Samþættingarlausn. R20100225.

    -    Kl. 13:06 tekur Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
    Frestað.

    Kári Roman Svavarsson, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 14. desember 2020, varðandi heimild til að semja við alla umsækjendur sem stóðust hæfiskröfur útboðsgagna í gagnvirku innkaupakerfi, EES útboði 14704 – um þjónustu sérfræðinga fyrir þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar DPS. Eftirtalda aðilar eru Akkurat Ráðgjöf slf., KALIBER ehf., SAHARA ehf., Reon ehf., Efla hf., Parallel ráðgjöf ehf., Deloitte ehf., Maggar ehf., Þekking - Tristan hf., KPMG ehf., Arcur Ráðgjöf ehf., H:N Markaðssamskipti., Varða Verkþjónusta ehf., Tescon slf., Advania Ísland ehf., Itera Norge AS, Sensa ehf., 1xINTERNET ehf., Intenta ehf., EVRY Norge AS, Mannvit hf., Hugsmiðjan ehf., Miracle ehf., Origo hf., Opin kerfi hf., Verkís hf., SII Sp. z o.o., PREMIS ehf., Imperio ehf. og ION Ráðgjöf ehf. R20100284.
    Samþykkt. 

    Þröstur Sigurðsson, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 7. desember 2020, ásamt frekari skýringum dags. 14. desember 2020, varðandi heimild til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingu til kaupa á ráðgjafarþjónustu Gartner Ireland Limited sbr. b-lið 1. mgr 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sem var frestað í 1. lið,  21. fundar ráðsins. R20010055.
    Frestað. 

    Friðþjófur Bergmann, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. september 2020, varðandi innkaup yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu janúar 2019 – september 2020, með vísan í 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:02

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1712.pdf