Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 21

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 10. desember var haldinn 21. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Fjarfundi og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsinu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Dóra Magnúsdóttir, Örn Þórðarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.

Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 7. desember 2020, varðandi heimild til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingu til kaupa á ráðgjafarþjónustu Gartner Ireland Limited sbr. b-lið 1. mgr 26. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.
    Frestað.

    Friðþjófur Bergmann, Kjartan Kjartansson og Aldís Geirdal Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram trúnaðarmerkt þrjú erindi velferðarsviðs öll dags. 7. desember 2020, varðandi beina samningsgerð sem falla utan gildissvið laganna sbr. lokamálslið 2. mgr. 92. gr. laga um opinber innkaup nr. 102/2016, til kynningar. R20010055.

    Kristín Ösp Jónsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagt fram erindi eignaskrifstofu dags. 2. desember 2020, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda janúar – september 2020, til kynningar. R20010055.

    Óli Jón Hertervig, Ámundi Brynjólfsson, Jón Valgeir Björnsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi eignaskrifstofu dags. 5. desember 2020, áætluð útkoma fjárfestinga 2020, til kynningar. R20010055.

    Óli Jón Hertervig, Ámundi Brynjólfsson, Jón Valgeir Björnsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi eignaskrifstofu dags. 4. desember 2020, viðaukar við fjárfestingaráætlun 2020 með vísun í 2. mgr. 8. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, til kynningar. R20010055.

    Óli Jón Hertervig, Ámundi Brynjólfsson, Jón Valgeir Björnsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. nóvember 2020, varðandi innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 5,0 m.kr. á tímabilinu október 2019 – september 2020, með vísan í 2. mgr. 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055.

    Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu, dags. 1. desember 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í nóvember 2020. R20010055.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:37

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_1012.pdf