Innkaupa- og framkvæmdaráð - Fundur nr. 2

Innkaupa- og framkvæmdaráð

Ár 2020, fimmtudaginn 4. júní var haldinn 2. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Örn Þórðarson og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá Innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. júní 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðasmíði ehf. í útboði nr. 14832 Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Skyggnibraut 4. áfangi. R20040161.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. maí 2020, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Glerverksmiðjunnar Samverks ehf. í Hluta 1 og Hluta 2 og tilboði Íspans ehf. í Hluta 1 og Hluta 2 í EES útboði nr. 14746 Rammasamningur um kaup á einangrunargleri vegna skemmda og viðhalds. R20040128.
    Samþykkt.

    Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. júní 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í maí 2020. R20010055.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi mælaborð innkaupa- og framkvæmdaráðs, sem listi upp með gagnsæjum hætti verkefni fjárfestingaráætlunar Reykjavíkurborgar, ásamt tíma- og kostnaðaráætlunum, frestað á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs 28. maí 2020, sbr. 8. lið fundargerðar ráðsins. R20010055. 
    Samþykkt er að fela innkaupaskrifstofu að hefja greiningu á möguleikum fyrir slíkt mælaborð. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir ráðið við fyrsta tækifæri.

  5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi kynningu frá eignaskrifstofu, þar sem verkefni fjárfestingaráætlunar yrðu kynnt með tíma og kostnaðaráætlunum, frestað á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs 28. maí 2020, sbr. 8. lið fundargerðar ráðsins. R20010055.
    Samþykkt.

  6. Fram fer umræða um breytt hlutverk ráðsins.
    Innkaupaskrifstofu er falið að upplýsa fagráð um eftirlitsskyldu þeirra skv. 7. gr. innkaupareglna.

  7. Innkaupa- og framkvæmdaráð felur innkaupaskrifstofu og embætti borgarlögmanns að hefja vinnu við endurskoðun innkaupareglna. Skila skal drögum að nýjum innkaupareglum til innkaupa- og framkvæmdaráðs við fyrsta tækifæri.

  8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir öllum samningum og afritum af frumritum reikninga, þar með talið reikningum fyrir mat og drykk frá Vinnustofu Kjarvals á yfirstandandi kjörtímabili.

Fundi slitið klukkan 13:58

Sabine Leskopf Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa-_og_framkvaemdarad_0406.pdf