No translated content text
Innkaupa- og framkvæmdaráð
Ár 2020, fimmtudaginn 5. nóvember var haldinn 18. fundur innkaupa- og framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir innkaupa- og framkvæmdaráðs fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja heimild í auglýsingu 230/2020 skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Alexandra Briem, Ellen Jacqueline Calmon, Ólafur Guðmundsson og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn með fjarfundarbúnaði Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupaskrifstofu.
Fundarritari var Margrét Lilja Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2020, varðandi heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda Smith & Norland hf. í útboði nr. 14943 Endurnýjun MP stýrikassa. R20070106.
- kl. 13.09 tekur Grétar Ævarsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- kl. 13.33 víkur Grétar Ævarsson af fundinum.- kl. 13:55 er gert fundarhlé
- kl. 14.06 er fundarhlé lokiðFulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Innkaupa- og framkvæmdaráðið leggja til að afgreiðslu útboðs 14943 – Endurnýjun MP stýrikassa verði frestað meðan frekari upplýsinga um stöðu kærumála er aflað. Einnig er vísað til þess að heildarúttekt á umferðarljósastýringum eru á lokastigi samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og niðurstöður verða kynntar fljótlega.
Gengið er til atkvæðagreiðslu um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frestun. Tillögu er hafnað með þremur atkvæðum Samfylkingar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna með tveimur atkvæðum. Tillögunni er því hafnað.
Fulltrúar meirihlutans leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrir liggur ákvörðun úrskurðarnefndar útboðsmála um að ekki beri að stöðva þessi innkaup. Einnig liggur fyrir að tilboðið sem hér er til umræðu hefur gildistíma sem er átta vikur. Eins liggur fyrir að langur tími mun líða þar til lokaúrskurður kærunefndar útboðsmála mun liggja fyrir, frá 3 mánuðum til 12, og er það tilgangur ákvörðunar um hvort eigi að fresta framgangi innkaupamáls að aðilar viti hvort þeim beri að stöðva afgreiðslu máls eður ei. Það er því ljóst að ekki er hægt, eða nauðsynlegt, að fresta samþykkt tilboðs þessa þangað til endanleg niðurstaða liggur fyrir öðruvísi en að skapa hættu á að bjóðandi geti haft uppi bótakröfur á hendur Reykjavíkurborg.
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs er samþykkt með þremur atkvæðum Samfylkingar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hliðstætt útboð var kært til kærunefndar útboðsmála og er þar enn til meðhöndlunar. Reykjavíkurborg dró það útboð til baka vegna formgalla og dæmd til greiðslu skaðabóta. Sama gæti endurtekið sig. Einnig verður ekki séð að brýn ástæða sé til þess að ljúka samningum, þar sem vetur er genginn í garð og ólíklegt að þessi búnaður verði settur upp á næstu mánuðum. Umferðarljósastýring er ein af fyrstu aðgerðum sem samþykkt var að flýta skv. Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var 26. september 2019. Þar segir: „Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins.“ Erlend verkfræðistofa Sweco, hefur unnið stöðu og þarfagreiningu samkvæmt þessu og í svari Samgöngustjóra Reykjavíkur eru niðurstöður til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn verkefnisins (Vegagerðarinnar og SSH) og verða kynntar fljótlega. Þá mun nýstofnað hlutafélag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu Betri samgöngur OHF. væntanlega taka umferðarljósastýringar höfuðborgarsvæðisins yfir. Það er því ekki ráðlegt fyrir Reykjavíkurborg að efna til verulegra útgjalda og kaupa á búnaði sem ætla má að gæti orðið úreltur innan fárra missera vegna kaupa á heildarbúnaði með nýrri tækni. Því er rétt að bíða með samninga þessa útboðs þar til niðurstöður liggja fyrir.
Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúar meirihlutans ítreka að nauðsynlegt er að ákvarðanir innkaupa- og framkvæmdaráðs séu teknar á grundvelli þess verksviðs sem ráðinu ber að starfa eftir, en það verksvið snýr að eftirliti með því að innkaup borgarinnar séu í samræmi við innkaupastefnu Reykjavíkurborgar, að innkaupareglum borgarinnar sé fylgt við innkaup af hálfu borgarsjóðs og stofnana hans og að þau innkaup séu í samræmi við lög um opinber innkaup. Tæknilega útfærslu verkefna heyrir ekki undir verksvið ráðsins, né heldur sú þarfagreining sem liggur að baki ákvörðunum. Kaupanda er almennt ekki heimilt að taka ekki gildu tilboði og í þessu tilfelli liggur fyrir tilboð sem er gilt samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Það vekur því furðu að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykki ekki að ganga að eina gilda tilboðinu í útboði þessu á forsendum sem varða ekki verksvið ráðsins. Sé slík ákvörðun tekin myndist hætta á því að borgin verði skaðabótaskyld, en hafa skal í huga að þeir aðilar sem ráðast í tilboðsgerð vegna löglegs útboðs, hafa þegar lagst í nokkra vinnu í góðri trú, byggt á þeim útboðsgögnum sem fyrir liggja, en forsendur þeirra útboða eru ekki verksvið ráðsins, einungis hvort útboðið standist þau lög og reglur sem í gildi eru um útboð á vegum borgarinnar.
Þorsteinn Rúnar Hermansson og Nils Schwarzkopp taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaðiFylgigögn
-
Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu, dags. 2. nóvember 2020, yfir verkefni innkaupaskrifstofu f.h. skrifstofa og sviða í október 2020. R20010055.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:41
Sabine Leskopf Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
innkaupa_og_framkvaemdarad_0511.pdf